„Eftir annars vel heppnaða norðurljósaferð lentum við félagarnir í frekar óskemmtilegri lífsreynslu þegar við vorum ný lagðir af stað til Reykjavíkur. En snjóflóð féllu á okkur á Grafningsvegi vestan við Þingvallavatn,“ segir Ásmundur Þorvaldsson sem er ýmsu vanur úr jeppaferðum en þarna brá honum:
„Litlu mátti muna en þar sem flóðin féllu allt í kringum okkur og reyndar kom ein spíjan beint á bílinn hjá mér, þarna er vegurinn í þverhníptri hlíðinni sem liggur beint út í vatnið.“