Jólabarn sendir myndskeyti:
–
Vegfarendum brá mörgum í brún er þeir áttu leið um Lækjartorg í gær. Þar í glerskála á miðju torginu er búið að koma Grýlu og Leppalúða fyrir og þau eru að sjóða dúkkur í potti á eldi. Þarna er líklega verið að vísa til sögunnar gömlu um að Grýla éti börn þó sú daga sé núorðið sjaldan sögð.
Hvers konar smekkleysa er þetta? Og fyrir utan dúkuna í pottinum voru fleiri dúkkur til taks í körfu þar við hliðina. Skrýtið að fagna aðventunni svona en kannski ekki skrýtið þegar flestar jólabækur sem nú eru gefnar út fjalla um morð og glæpamenn.