„Þetta er bara orðið gott í bili,“ segir Benedikt Sigurðsson sjónvarpsfréttamaður RÚV sem hefur ákveðið að yfirgefa vinnustaðinn. Benedikt hefur starfað þar í tæp tvö ár og slegið í gegn svo um munar í hamfarafréttum frá Grindavík þannig að eftir hefur verið tekið.
Benedikt vildi ekki tjá sig um ástæður brotthvarfs síns af skjánum en sagði þó: „Mér leggst eitthvað til.“
Benedikt hafði áður starfað á RÚV á árum áður en skipti um vettvang þegar hann réðst til starfa hjá Kaupþingi fyrir hrun, varð síðar aðstoðarmaður ráðherra, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og er þá fátt eitt talið.