Ljóðskáldið og rokksöngvarinn Jim Morrison hefði orðið 81 árs í dag en hann lést í París tæplega þrítugur eftir að hafa lyft hljómsveit sinni Doors upp í hæstu hæðir. Grafreitur hans í París hefur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna allt frá því að hann var lagður þar til hinstu hvílu.