„Við hjá Sambíóin / Samfilm byrjuðum að talsetja barnamyndir árið 1992 með Aladdin, sem var mikil tímamótaframleiðsla fyrir íslenska kvikmyndamenningu. Þessi ákvörðun hefur haft langtímaáhrif sem endurspegla gildi og menningarlegt mikilvægi talsetningar á Íslandi,“ segir Alfreð Ásberg bíókóngur og áfram heldur Samfjölskyldan:
„Í desember bjóða Sambíóin upp á fjölskyldumyndirnar Wicked, Vaiana 2, Múfasa: Konungur Ljónanna, Sonic the Hedgehog 3 með íslensku tali.“