„Ég sé svo mikið af rangfærslum um listamannalaun að hér koma nokkrir punktar,“ segir Sigríður Pétursdóttir fjölmiðlakona með meiru:
–
* Af 560 þúsundum fá listamenn 380 krónur útborgaðar. Það er nú allt skattleysið þegar kemur að verktakalaunum.
* Þeir sem fá listamannalaun verða að fá leyfi úr vinnu á meðan, mega mest vinna 33% starfshlutfall.
* Margir listamannanna okkar eru að borga há námslán eftir dýrt nám.
* Langflestir vinna að sinni list í áratug eða meir án þess að fá greitt fyrir það áður en þeir fá listamannalaun.
* Ísland er svo lítil markaður að það er ekki séns nema fyrir örfáa að lifa engöngu af listinni. Þó Arnaldur, Yrsa og Bubbi séu fín efast ég um að fólk yrði sátt við að engar aðrar bækur eða tónlist kæmu út.
* Það er búið að margrannsaka að fyrir hverja krónu sem lögð eð í skapandi greinar koma þrjár til baka.
* Skapandi greinar eru meðal okkar stærstu atvinnugreinum, hagnaður af þeim kemur næst á eftir sjávarútvegi.