Trölli sló í gegn á jólahátíð á Austurvelli í dag og kætti jafnt börn og fullorðna. En þetta tók á og Trölli var við að gefast upp. Þannig að hann tók stefnuna á Dómkirkjuna þar sem honum tókst að afhjúpa sig, af fóru hendur og haus og upp úr skaust piltur sem hafði stjórnað honum allan daginn. Sá var frelsinu feginn.
En Trölli snýr aftur. Engar áhyggjur.