„Þetta er ekki framtíðarflugvél. Þessi flugvélategund SR-71 Blackbird (fræg m.a. úr kvikmyndum) er orðin 60 ára,“ segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins og hitar upp fyrir kosningar eftir mánuð:
„Maðurinn sem flaug henni fyrst væri orðinn 98 ára og aðalhönnuðurinn 114 ára.
Vélin á enn mörg hraða og hæðarmet.
Enn ein áminningin um að það er ótrúlega stutt síðan gamalt fólk var ungt og afrekaði mikið á öllum sviðum.
Gamla fólkið bjó til nútímann.
Sýnum því sömu virðingu og við unglingarnir viljum fá að njóta eftir nokkur stutt ár.“