Yfirlýsing:
–
Kæru landsmenn, með leyfi forseta: „All good things, must come to an end“ m.ö.o. allir góðir hlutir taka endi.Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins hringdi í mig í gær kl 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn.Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiðurað fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt alsherjar ævintýri ef satt skal segja.Inga er engum lík og á hrós skilið fyrir það sem hún hefur áorkað. Fara fáir i hennar spor. Ég er henni þakklátur fyrir þetta langþráða tækifæri að komast í stjórnmálin.Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!Tómas kallaður Tommi