Ef myndin prentast vel má sjá þarna tvo félaga í Félagi íslenskra gullsmiða með merki félagsins fyrir utan veitingastaðinn Gríska húsið á Laugavegi 35 í Reykjavík.
„Var Gríska húsið að fá gullverðlaun?“ spurði vegfarandi en svo var ekki. Mennirnir stóðu með merkið fyrir framan húsið þar sem félagið var stofnað 1924 – fyrir hundrað árum.