Ég sló garðinn í dag og settist þá niður og fékk mér kaldan bjór. Dagurinn var virkilega fallegur og drykkurinn auðveldaði djúpa hugsun. Konan mín gekk framhjá og spurði mig hvað ég væri að gera og ég sagði: „Ekkert.“
Ástæðan fyrir því að ég sagði „ekkert“ í stað þess að segja „bara að hugsa“ er sú að hún hefði þá spurt: „Um hvað?“