Hvar er sennilegast, að kórónaveiran hafi sprottið upp?
Hvers vegna vilja kínversk yfirvöld ekki aðstoða við rannsókn málsins?
Stafar Vesturveldunum hætta af Kína?
Ætti íslenska kvótakerfið að vera fordæmi fyrir allan heiminn?
Var rétt af Bretum að ganga úr ESB?
–
Þetta eru spurningar sem dýrafræðingurinn, Íslandsvinurinn og metsöluhöfundurinn heimskunni dr. Matt Ridley, fyrrverandi vísindaritstjóri Economist og nú dálkahöfundur í The Times, reynir sð svara á rabbfundi sem fram fer á Háskólatorgi Háskóla Íslands á miðvikudaginn 17. júlí klukkan 16:30.
Matt Ridley er höfundur bókarinnr Heimur batnandi fer sem kom út á íslensku 2014. Allir velkomnir – aðgangur ókeypis.