„Alls voru 78.901 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí sl. og fjölgaði þeim um 4.478 einstaklinga frá 1. desember 2023 eða um 6%. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 827 einstaklinga eða um 0,3%,“ segir í vestfirska fréttablaðinu Bæjarins Besta:
„Ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu heldur áfram að fjölga. Úkraínskum ríkisborgurum fjölgaði um 572 eða 14,5% og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði um 212 eða 39,4%. Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 723 og eru nú 26.335 pólskir ríkisborgarar með skráð lögheimili á Íslandi.“