„Hvar ætli allir hestamennirnir utan af landi gisti í höfuðborginni? Það er ekkert tjaldstæði í Víðidalnum,“ sagði maður við annan í sumarblíðunni í gær fjarri Landsmóti hestamanna við Elliðaárnar.
„Þeir hljóta að fá inni hjá vinum og vandamönnum í borginni. Það þekkja allir einhverja í Reykjavík,“ sagði hinn og afgreiddi málið þannig.
En það er öðru nær. Á flötinni fyrir neðan Reiðhöllina í Víðidal er komið tjaldstæði sem aldrei hefur sést þar áður eins og sjá má á þessum myndum.