Skeyti úr eldhúskróknum
–
Ég er að setja upp eldhús úr einingum frá IKEA og er alveg að brjálast yfir því að stór hluti af innvolsinu er ekki til á lager hjá fyrirtækinu. Eldhúsið er hálfklárað og verður það næstu vikur eða mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég rek mig á að það eru aðallega sýnishornin sem virðast í raun og veru til.
Ég er með Maximera skúffur og fljótleg talning á vefsíðu IKEA sýnir að af 75 einingum í þessari línu eru aðeins 15 þeirra til á lager. Allt hitt er sagt uppselt – það eru 80% af vörulínunni.
Hreinlega óskiljanlegt að þessi stærsta húsgagnaverslun landsins – og reyndar sú stærsta í heimi – skuli ekki hafa betri lagerstöðu en þetta. Maður gefst upp á að versla þarna.