HomeGreinar80 ÁR FRÁ FÆÐINGU ÁRNA JOHNSEN

80 ÁR FRÁ FÆÐINGU ÁRNA JOHNSEN

Í gær hefði Árni Johnsen orðið áttræður. Gísli Helgason tónlistarmaður úr Eyjum minnist hans með skrautlegri sögu.

Árni gat oft verið mjög uppátækjasamur. Kannski er í lagi að rifja upp smá sögu þar sem ég blandaðist óvart inn í.

Þegar félagið Vísnavinir starfaði héldum við svokölluð vísnakvöld, fyrst á Borginni og svo í Þjóðleikhúskjallaranum og víðar. Daginn sem ég varð þrítugur, það var á mánudegi var vísnakvöld. Fljótlega þegar ég kom niður í Þjóðleikhúskjallara kom Árni, sagði mér að hann ætlaði að raula ljóðið Eyvindarstaðaheiði eftir Indriða G. Þorsteinssom en hann væri búinn að semja lag við kvæðið. Árni sagðist vera með einn úr meirihluta þjóðarinnar sem gæti ekki tjáð sig um verk manna að eyðileggja ekki beitilönd. Hann væri með veturgamlan hrút með sér til þess að leggja áherslu á efni kvæðisins. Svo spurði hann hvernig hann gæti komið hrútnum inn í kjallarann. Við fundum út úr því vinirnir og svo hófst kvöldið. Man ekki hvort Eyfi var kynnir eða einhver annar.

Dagskráin hófst og svo var komið að Árna sem kynnti kvæðið og náði í leynigestinn.

Hrúturinn steig á svið, var tiltölulega rólegur og át hey sem Árni hafði komið með og hrútur skildi eftir sig nokkur spörð á sviðinu. Það varð algjört uppistand á meðal gesta og menn vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið og einhverjir vorkenndu hrútnum.

Svo hóf Árni gítarinn í fang sér og byrjaði að spila og syngja. Hrútnum varð ekki um sel, stangaði gítarinn og rauk út á gólf. Nokkrir hrútvanir menn og eitt fljóð fönguðu hrútinn, fóru með hann afsíðis og þar fékk hann næði til þess að eta nóg af heyi.

Það urðu nokkur eftirmál á milli mín og dyravarðanna sem sögðu að kjallarinn væri fyrir fólk en ekki fyrir skítandi hrúta. Ég spurði hvort það væri eitthvað verra að þrífa upp spörð eftir einn hrút eða ælur eftir fólk, dauðadrukkið. Lyktir urðu þær að dyraverðir kváðu upp úr með það að hrúturinn hefði ekki verið nógu vel klæddur og þar að auki langt undir lögaldri. Ég og við dyraverðir skildum nokkuð sáttir og ég baðst afsökunar á ungum aldri hrútsins. Líklega hefur hrútur ekki komið síðan í Þjóðleikhúskjallarann.“

TENGDAR FRÉTTIR

KORMÁKUR OG SKJÖLDUR Í BRYNJU Á LAUGAVEGI

Viðskiptaveldi Kormáks og Skjaldar er að flytja inn í sögufrægt hús verslunarinnar Brynju á Laugavegi sem staðið hefur autt um skeið eftir að Brynja...

PALESTÍNUSTRÖND 1944

Þetta er strönd í Palestínu 1944. Fjórum árum síðar var Ísraelsríki stofnað.

ALDURSFORSETI ALÞINGIS TIL Í SLAGINN

Tómas A. Tómasson alþingismaður Flokks fólksins er aldursforseti þingsins sem nú verður endurnýjað í boðuðum kosningum. Tommi er ánægður með titilinn: "Ég er 75 ára...

ERLA LOKKAR OG LAÐAR Í RAMMAGERÐ

Þessi risamynd blasir við viðskiptavinum Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg þegar þeir ganga inn. Íslenk kona, umvafin íslenskri ull lokkar og laðar og virkar hvetjandi á...

INGA SÆLAND Í HLUTVERKI SOFFÍU FRÆNKU

Í væntanlegri kosningabaráttu, og reyndar allan sinn pólitíska feril, hefur Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið í hlutverki Soffíu frænku eins og við þekkjum...

DULARFULL LOKUN Á NESJAVALLALEIÐ

Öðruvísi fór en til stóð í helgarbíltúr fjölskyldu sem ætlaði til Þingvalla Nesjavallaleið frá Vesturlandsvegi við Geitháls. Risastór skilti hefti leið þar sem varað...

EKKI PRÍLA Á HUNDINUM

Fyrir hálfa milljón er hægt að kaupa hund í Húsgagnahöllinni sem aldrei þarf að fara með út að ganga né hirða upp skít. Þægilegri...

FORSETINN Á AFMÆLI – KLÚTADAGUR Á HRAFNISTU

Vistfólk á Hrafnistu er með klútadag í tilefni af afmæli Höllu Tómasdóttur forseta sem er 56 ára í dag. Plaköt voru prentuð, kátt á...

HVAÐ ER FRIÐUR FYRIR MÉR?

Myndir sjö reykvískra grunnskólanema hafa verið valdar sem framlög Reykjavíkur í alþjóðlega myndlistarsamkeppni barna. Samtök friðarborgarstjóra, Mayors for Peace, standa árlega fyrir keppninni í...

PERUSVINDL LEIÐRÉTT Í KRÓNUNNI

Hilluverð á perum í Krónunni á Hallveigarstíg hefur verið leiðrétt eftir að frétt um málið birtist hér. Stykkið af perum sem kostaði 55 krónur í...

ENGLANDSBANI GRIKKJA

Ivan Jovanović stakk í stúf og vakti athygli þar sem hann sat á hækjum sér á hliðarlínunni í leik Grikkja og Englendinga í Þjóðadeidinni...

PERUSVINDL Í KRÓNUNNI

"Stundum þarf maður að kveikja á perunni. Þarna er verið að plata neytendur," segir viðskiptavinur Krónunnar á Hallveigarstíg sem greip með sér eina peru...

Sagt er...

Jens Garðar er 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundaði nám við...

Lag dagsins

Kristján krónprins Dana er 19 ára í dag. Hann þykir efnilegastur allra prinsa í Evrópu og myndarlegur eftir því. Hann verður kóngurinn þegar fram...