HomeGreinar80 ÁR FRÁ FÆÐINGU ÁRNA JOHNSEN

80 ÁR FRÁ FÆÐINGU ÁRNA JOHNSEN

Í gær hefði Árni Johnsen orðið áttræður. Gísli Helgason tónlistarmaður úr Eyjum minnist hans með skrautlegri sögu.

Árni gat oft verið mjög uppátækjasamur. Kannski er í lagi að rifja upp smá sögu þar sem ég blandaðist óvart inn í.

Þegar félagið Vísnavinir starfaði héldum við svokölluð vísnakvöld, fyrst á Borginni og svo í Þjóðleikhúskjallaranum og víðar. Daginn sem ég varð þrítugur, það var á mánudegi var vísnakvöld. Fljótlega þegar ég kom niður í Þjóðleikhúskjallara kom Árni, sagði mér að hann ætlaði að raula ljóðið Eyvindarstaðaheiði eftir Indriða G. Þorsteinssom en hann væri búinn að semja lag við kvæðið. Árni sagðist vera með einn úr meirihluta þjóðarinnar sem gæti ekki tjáð sig um verk manna að eyðileggja ekki beitilönd. Hann væri með veturgamlan hrút með sér til þess að leggja áherslu á efni kvæðisins. Svo spurði hann hvernig hann gæti komið hrútnum inn í kjallarann. Við fundum út úr því vinirnir og svo hófst kvöldið. Man ekki hvort Eyfi var kynnir eða einhver annar.

Dagskráin hófst og svo var komið að Árna sem kynnti kvæðið og náði í leynigestinn.

Hrúturinn steig á svið, var tiltölulega rólegur og át hey sem Árni hafði komið með og hrútur skildi eftir sig nokkur spörð á sviðinu. Það varð algjört uppistand á meðal gesta og menn vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið og einhverjir vorkenndu hrútnum.

Svo hóf Árni gítarinn í fang sér og byrjaði að spila og syngja. Hrútnum varð ekki um sel, stangaði gítarinn og rauk út á gólf. Nokkrir hrútvanir menn og eitt fljóð fönguðu hrútinn, fóru með hann afsíðis og þar fékk hann næði til þess að eta nóg af heyi.

Það urðu nokkur eftirmál á milli mín og dyravarðanna sem sögðu að kjallarinn væri fyrir fólk en ekki fyrir skítandi hrúta. Ég spurði hvort það væri eitthvað verra að þrífa upp spörð eftir einn hrút eða ælur eftir fólk, dauðadrukkið. Lyktir urðu þær að dyraverðir kváðu upp úr með það að hrúturinn hefði ekki verið nógu vel klæddur og þar að auki langt undir lögaldri. Ég og við dyraverðir skildum nokkuð sáttir og ég baðst afsökunar á ungum aldri hrútsins. Líklega hefur hrútur ekki komið síðan í Þjóðleikhúskjallarann.“

TENGDAR FRÉTTIR

HELGI Í FÓTSPOR BUBBA

Stórstjarnan Helgi Björns fetar í fótspor Bubba Morthens og hefur látið útbúa myndverk með textabrotum úr vinsælum lögum sínum: "Ég vildi láta ykkur vita að...

TOMMI TÝNIR KETTI

Hjálparbeiðni: - Þessi dásamlega kisa sem heitir Jasmin er týnd. Hún býr í Mjóstræti i Grjótaþorpi. Ef þið verðið vör við hana hafið samband við Tomma...

SAMBAND MICHAEL JACKSON OG BJARKAR 2003

Hin eina og sanna Björk Guðmundsdóttir fékk póst frá Michael Jackson árið 2003 sem sendur var á heimasíðu hennar. Svona var það: --Michael Jackson, Santa...

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

Sagt er...

Sjá upprunalega frétt hér.

Lag dagsins

Hin eina sanna Björk er 59 ára í dag. Til hamingju Ísland!