Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna – plús 500 milljónir í gatnagerðargjöld.
Lóð Laugardalshallar er stækkuð til að rúma Þjóðarhöllina milli Laugardalshallar og stofnstíga meðfram Suðurlandbraut. Lóðin stækkar til suðurs í átt að Suðurlandsbraut og að stíg sem liggur norðan æfingasvæðis fyrir fótbolta á milli Suðurlandsbrautar og Engjavegar. Á lóðinni er heimilt að byggja allt að 19.000 m2.
Lóðaúthlutunin byggir á samkomulagi milli Íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar sem gert var 10. janúar 2024.