Blómvendir og blómsturssaumur er yfirskrift viðburðar sem boðið verður upp á Árbæjarsafni á afmælisdegi Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Blómahönnuðir kenna gestum að búa til fallega vendi úr garðblómum og félagar í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands sýna handverk.
Dagskráin stendur frá klukkan 13-16 en safnið er opið 10-17. Ókeypis aðgangur fyrir þá sem mæta í þjóðbúningum, börn, öryrkja og menningarkortshafa.