Íslendingar voru fyrstir til þess bókstaflega að tengja áfengi við dauðann. Brennivín hefur lengst af verið kallað Svartidauði. Siglfirski athafnamaðurinn Valgeir Sigurðsson framleiddi Black Death – fyrst sem snaps og síðan sem bjór.
Nú er hægt í Bandaríkjunum að kaupa fljótandi dauða á dósum – Liquid Death. Eina leiðin til að drepa sig á innihaldinu er að drukkna, enda aðeins um vatn að ræða. En Liquid Death hefur slegið í gegn, selst fyrir hundruð milljónir dollara.
Dauðinn vekur hroll, dauðinn vekur athygli. Innihald Liquid Death er bara vatn og því selst það alfarið úr á nafnið og afar snjallar og hugmyndaríkar auglýsingar. Dreptu þorstann segja þeir.