BYGGINGALÓÐIR VIÐ HÖFNINA BOÐNAR ÚT Á NÝ

0
Framtíðarsýn - þarna er gott veður og allt fínt og flott í tölvunni.

Byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hefur verið boðinn út og er tilboðsfrestur til 5. júlí nk.  Auk íbúða nær byggingarrétturinn einnig til atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.

  • Á Hlésgötu 1 er heimilt að byggja allt að 110 íbúðir í 2-5 hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn á lóðinni er 17.120 fermetrar.
  • Á Hlésgötu 2 er heimilt að byggja allt að 67 íbúðir í 2-4 hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn þeirrar lóðar er 10.368 fermetr

Fyrri samningi um byggingarétt í Vesturbugt var rift vegna þess að framkvæmdir drógust úr hófi fram.  Í framhaldi af riftun samninga voru gerðar minniháttar breytingar frá fyrra deiliskipulagi m.a. að tvískipta lóðinni. Bjóðendur hafa nú val um bjóða í aðra lóðina eða báðar.

Nánar hér.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here