HomeGreinarKONURNAR Á EYRARBAKKA

KONURNAR Á EYRARBAKKA

Sýningin Konurnar á Eyrarbakka verður opnuð sunnudaginn 9. júní kl. 15.00 í

Byggðasafni Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka og byggir hún á samnefndri bók eftir

Jónínu Óskardóttur, bókavörð og menningarmiðlara.

Á sýningunni er fjallað um líf og störf kvenna í þorpi sem var lengi eitt stærsta þéttbýli

á Íslandi. Þar birtast frásagnir um lífið innan og utan heimilis, um hversdagslífið og

afrekin. Aðalpersónur eru 38 konur sem allar lifðu eða mundu tíma þegar nýtni og

þrautseigja, en ekki síst nágrannakærleikur, var mikilvægur þáttur í lífi allra.

Umfjöllunarefnið spannar langan tíma en í kastljósi er samfélagsmyndin um miðja

síðustu öld; barnauppeldi, gestagangur, stórþvottar, niðursuða, sláturgerð og

molasopinn í eldhúsinu, fá pláss á sýningunni en líka kvenréttindi, menntun og

ferðalög.

Jónína bókarhöfundur á rætur sínar að rekja til Eyrarbakka og er með bókinni

Konurnar á Eyrarbakka að skila áfram verki sem byggist á sagnagleði móður sinnar

Hallveigar Ólafsdóttur. Í bókinni segir Jónína:

„Alla tíð var mikil og sterk tenging hjá mömmu við Eyrarbakka. Í hvert sinn sem við ókum eftir aðalgötunni á Bakkanum, á leið að Eyri, æskuheimili pabba, rifjaði mamma upp kennileiti og sögur um húsin og fólkið á Eyrarbakka í den. Þá fannst mér allt lifna við og fortíðin verða ein af farþegunum í bílnum.“

Frítt er á safnið á opnunardaginn og sýningin mun standa fram í septemberlok. Safnið er opið alla daga kl. 10 -17.

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

SVANHILDUR – 83 ÁRA ÞOKKADÍS

"Allt er vænt sem vel er grænt!" segir hin eina og sanna Svanhildur Jakobsdóttir og kallar myndina: "Los Angeles, september 2024." Svanhildur er 83...

BORGARSTJÓRI OPNAÐI LJÓÐRÆNAN RÓSAGARÐ

Freyjugarður, sem er við Freyjugötu 19, var opnaður formlega í gær en í garðinum er hægt að eiga hugljúfa náttúrustund með ljóðrænu ívafi. Einar Þorsteinsson...

ELLÝ Q4U Í ÆVINTÝRAFERÐ Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

"Frá því ég man eftir mér hef ég notið þess að skapa og skiptir engu máli í hvaða formi það er," segir Ellý Q,...

EIN Á PALLI

Bjarkey Olsen matvælaráðherra var tekin á beinið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins vegna ívilnunar ríkisvaldsins til kaupfélags Skagfirðinga til að kaupa upp alla samkeppni á kjötmarkaði,...

SVIÐASMEKKUR CLAUDIU GLÓDÍSAR

"Hvað finnst ykkur besti hlutinn af sviðinu?" spyr dægurstjarnan Claudia Glódís Gunnarsdóttir og svarar fyrir sjálfa sig: "Ég verð að játa að fer beint í...

BÖRN HENGD UPP Í FARANGURSGEYMSLU Í FLUGFERÐUM

Svona var ferðast með börn í flugvélum á sjöunda áratugnum. Fest upp í sérhannaðri koju í farangursgeymslu yfir farþegum. Flugfreyja hugar að barni á...

PIPRAÐIR Í MYRKRI OG RIGNINGU

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur er einn snjallasti hugsuðurinn á samfélagsmiðlum. Nú haustar og Jónatan rifjar upp haustið 1970 - fyrir 54 árum: - haustið 1970 var annað haustið...

FRIÐARSÚLAN FÍNPÚSSUÐ

Reykjavíkurborg tilkynnir: - Framkvæmdir við endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey eru hafnar. Þær ganga samkvæmt áætlun og á þeim að ljúka áður en súlan verður tendruð,...

ANDLITSLYFTING Á VESTURGÖTU – FRIÐUÐU HÚSI BREYTT Í 8 ÍBÚÐIR

Í nafni þéttingar byggðar eru framkvæmdir hafnar á Vesturgötu 30, á horni Ægisgötu. Samkvæmt framkvæmdaáætlun stendur þetta til:: "Endurbætur á friðuðu húsi ásamt nýbyggingum á...

GOSMÓÐA YFIR HÖFUÐBORGINNI

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill vara við að gosmóða og gasmengun liggur nú yfir höfuðborginni en ríkjandi sunnanátt ber gosmengun til norðurs. Mun það ástand vara...

VEGIR LIGGJA EKKI ALLTAF TIL ALLRA ÁTTA

"Vegir liggja til allra átta, enginn ræður för," segir í texta Indriða G. Þorsteinssonar í tillagi kvikmyndarinnar 79 Af Stöðinni. En hér bregður öðruvisi...

RÓMANTÍK Á NESBALA

Kristín Gunnlaugsdóttir, landsfræg myndlistarkona á Seltjarnarnesi, var í kvödgöngu á Nesbalanum ásamt kærasta sínum, Hubert Sandhofer. Hubert er austurrískur vinræktarbóndi og vín hans renna...

Sagt er...

"Hnífsstunga á menningarnótt, ung stúlka deyr og þetta er hræðilegt eins og mest má vera," segir Sigurður Bogi blaðamaður og hugleiðir áfram: "Útkoman eru viðbrögð...

Lag dagsins

Goðsögnin Freddy Mercury í Queen (1946-1991) hefði orðið 78 ára í dag. Hann skildi eftir sig slóð fallegra verka sem eru án hliðstæðu í...