Tilkynning frá Veðurstofu Íslands:
–
„Líkur eru á því að veðrið verði langvarandi og margar spár sýna að því sloti ekki fyrr en á föstudag. Ef spár rætast, er um að ræða óveður sem er mjög óvenjulegt á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara talsverðri úrkomu. Huga þarf að lausamunum sem geta fokið. Ferðalög geta verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjóþekja getur sest á vegi á Norður- og Austurlandi, einkum fjallvegi. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Útivistarfólki er bent á að fara yfir áætlanir sínar með tilliti til kulda og vosbúðar sem óveðrinu fylgir.“