„Fulltrúar Guðsríkis voru í Skálholti um síðustu helgi hjá Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi, sem er á myndinni manna dökkrauðastur, segir Hertbert Guðmundsson fyrrum ritstjóri með mörgu öðru.
„Hann vígði tvo nýja presta og tvo nýja djákna, bara á einu bretti. Kristján hafði mesta ánægju af því að tóna á latínu í athöfninni, enda skildu æðri máttarvöldin ekkert annað tungumál. Ekki fylgdi sögunni hvað öll þessi borðalegging átti að merkja. En hönnuðurinn fær 10 og kertapakka árlega til æviloka.“