Þeir eiga sama afmælisdag, Tommi alþingismaður á Búllunni (75) og Jakob Bjarnar Grétarsson (62) stjörnublaðamaður frá Eiríksstöðum í Jökuldal. Báðir elska þeir hamborgara með sínum hætti; Tommi notar nautakjöt en Jakob hreindýrakjöt að austan. Tveir skemmtilegir lífskúnstnerar sem njóta dvalarinnar á Hótel Jörð samferðamönnum sínum til ánægju alla daga.