HomeGreinar"VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA" - MINNING

„VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA“ – MINNING

„Það var kannski við hæfi að fregna andlát Matthíasar þegar ég var á leið á bókamessuna í London. Leiðir okkar lágu saman á bókaakrinum fyrir meira en aldarfjórðungi.
Hann kom til okkar hjá Vöku-Helgafelli og við reyndum að standa undir því að gefa út stórskáld,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi í fallegum minningarorðum um Matthías Johannessen:
„Við setjum þig í bókaskápinn þar sem þú átt heima,“ sagði Ólafur Ragnarsson útgefandi hjá Vöku Helgafell“.
„Og hvar er það?“ spurði ég.
Hjá góðskáldunum,sögðu þeir,“ segir í dagbók Matthíasar frá þessum tíma.
Meðal annars endurútgáfum fyrstu bók hans, Borgin hló, árið 1998, fjórum áratugum eftir að hún kom fyrst út. Ég fékk þann heiður að skrifa stuttan formála og ég man að ég sagði eitthvað á þá leið að ljóðin hefðu allt eins getað verið samin í nútímanum – ef ekki væri fyrir eitt orð: Kolbeinshaus. Síðar komu bækur á borð við hina mögnuðu Ættjarðarljóð á atómöld.
Eftir að ég fór að gefa út bækur fyrir eigin reikning hafði Matthías aftur samband, við endurnýjuðum kynnin og út kom bókin Söknuður. Fyrir nýliðin jól gáfum við hjá Bjarti & Veröld út bókina Undir mjúkum væng – myndir úr dagbók (enn ein vísunin í fugla í skáldskap hans).
Það var okkur sannkallaður heiður að hafa slíkan skáldjöfur á útgáfulista okkar.
En Matthías var svo miklu meira en afburðaskáld – eins og það væri ekki nóg. Sem ritstjóri var hann stórveldi. Einhvern tíma hafði ég á orði við blaðamann á Morgunblaðinu að Matthías virkaði stundum svolítið annars hugar. „Þá eru einmitt öll skilningarvit á fullum snúningi,“ svaraði hann. Enda var það allt að því óþægilegt hvernig hann gat rifjað upp það sem maður hafði sagt í samtali við hann fyrir margt löngu og var með öllu gleymt.
Og að koma heim til þeirra Hönnu var kapítuli út af fyrir sig. Það var eins og að ganga inn í listasöguna. Varla sá á auðan vegg fyrir verkum helstu meistara íslenskrar myndlistar.
Já, Hanna. Það fór ekki á milli mála að hún var kletturinn í lífi hans. Bókin Söknuður kom út að henni látinni. Þar er þetta fallega ljóð:
Hægt líður tíminn og hugur
minn hljóðnar sem skógur í regni,
veit samt ekki hvort verður
vor eins og áður í maí,
bíð þess aðeins að birti
og býsnavetur sé hjá.
Ég votta fjölskyldu og aðstandendum Matthíasar mína innilegustu samúð.
TENGDAR FRÉTTIR

EKKI BARA ELON MUSK

Elon Musk hefur verið gagnrýndur fyrir að nota Hitlers-kveðju á framboðsfundi Trumps vestra. En hann er ekki einn um það. Allir hinir hafa gert...

KAFFI KJÓS TIL SÖLU

"Langar þig ekki í sveitina og skapa þína eigin vinnu? Er ekki tilvalið tækifæri að kaupa Kaffi Kjós og gera það að sínu?," spyrja...

106 HÚSNÆÐISEININGAR FYRIR HEIMILISLAUSA

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag endurskoðaða aðgerðaáætlun með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, sem gildir til ársins 2027. Skaðaminnkandi,...

SÍÐASTI SKÓSMIÐURINN Í MIÐBÆNUM LOKAR

Daníel skósmiður á Grettisgötu 3 lokar skóvinnustofu sinni um næstu mánaðamót og þar með hverfur síðasti skósmiðurinn í miðbænum. Upphaflega stofnaði Þráinn skósmiður þarna verkstæði...

REGÍNA Í ÁFALLI EFTIR KAFFIHÚSAFERÐ Í 101

"Gat varla notið samverustundarinnar vegna ráns, var í áfalli, samt var það var ekki ég sem borgaði...en því betur fer voru vöfflurnar og latte...

HUNDASKÍTUR Í HÖGGMYNDAGARÐI

Húsmóðir í Vesturbænum skifar: Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...

KAFFIHÚS GAMLA FÓLKSINS Á GRUND

Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut - Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

DAUÐROTAÐUR KÖTTUR HEILLAR TÚRISTA Á HVERFISGÖTU

Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...

VALKYRJURNAR KOMNAR Í LUNDABÚÐIRNAR

Valkyrjurnar þrjár sem slegið hafa í gegn í íslenskri pólitík eru komnar í lundabúðirnar í Reykjavík. Ekki er hægt að fá þær þrjár í...

Sagt er...

Óskar Magnússon rithöfundur, lögfræðingur, bóndi og stjórnarformaður Eimskips les upp úr Apabók sinni í Hannesarholti á Grundarstíg í hádeginu næsta laugardag og segir: "Nú verður...

Lag dagsins

Súpertenórin Placido Domingo er 84 ára í dag. Það syngur hver með sínu nefi og það á sannarlega við um afmælisbarnið. https://www.youtube.com/watch?v=3BJgkV6cOGE