HomeGreinar"VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA" - MINNING

„VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA“ – MINNING

„Það var kannski við hæfi að fregna andlát Matthíasar þegar ég var á leið á bókamessuna í London. Leiðir okkar lágu saman á bókaakrinum fyrir meira en aldarfjórðungi.
Hann kom til okkar hjá Vöku-Helgafelli og við reyndum að standa undir því að gefa út stórskáld,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi í fallegum minningarorðum um Matthías Johannessen:
„Við setjum þig í bókaskápinn þar sem þú átt heima,“ sagði Ólafur Ragnarsson útgefandi hjá Vöku Helgafell“.
„Og hvar er það?“ spurði ég.
Hjá góðskáldunum,sögðu þeir,“ segir í dagbók Matthíasar frá þessum tíma.
Meðal annars endurútgáfum fyrstu bók hans, Borgin hló, árið 1998, fjórum áratugum eftir að hún kom fyrst út. Ég fékk þann heiður að skrifa stuttan formála og ég man að ég sagði eitthvað á þá leið að ljóðin hefðu allt eins getað verið samin í nútímanum – ef ekki væri fyrir eitt orð: Kolbeinshaus. Síðar komu bækur á borð við hina mögnuðu Ættjarðarljóð á atómöld.
Eftir að ég fór að gefa út bækur fyrir eigin reikning hafði Matthías aftur samband, við endurnýjuðum kynnin og út kom bókin Söknuður. Fyrir nýliðin jól gáfum við hjá Bjarti & Veröld út bókina Undir mjúkum væng – myndir úr dagbók (enn ein vísunin í fugla í skáldskap hans).
Það var okkur sannkallaður heiður að hafa slíkan skáldjöfur á útgáfulista okkar.
En Matthías var svo miklu meira en afburðaskáld – eins og það væri ekki nóg. Sem ritstjóri var hann stórveldi. Einhvern tíma hafði ég á orði við blaðamann á Morgunblaðinu að Matthías virkaði stundum svolítið annars hugar. „Þá eru einmitt öll skilningarvit á fullum snúningi,“ svaraði hann. Enda var það allt að því óþægilegt hvernig hann gat rifjað upp það sem maður hafði sagt í samtali við hann fyrir margt löngu og var með öllu gleymt.
Og að koma heim til þeirra Hönnu var kapítuli út af fyrir sig. Það var eins og að ganga inn í listasöguna. Varla sá á auðan vegg fyrir verkum helstu meistara íslenskrar myndlistar.
Já, Hanna. Það fór ekki á milli mála að hún var kletturinn í lífi hans. Bókin Söknuður kom út að henni látinni. Þar er þetta fallega ljóð:
Hægt líður tíminn og hugur
minn hljóðnar sem skógur í regni,
veit samt ekki hvort verður
vor eins og áður í maí,
bíð þess aðeins að birti
og býsnavetur sé hjá.
Ég votta fjölskyldu og aðstandendum Matthíasar mína innilegustu samúð.
TENGDAR FRÉTTIR

KORMÁKUR OG SKJÖLDUR Í BRYNJU Á LAUGAVEGI

Viðskiptaveldi Kormáks og Skjaldar er að flytja inn í sögufrægt hús verslunarinnar Brynju á Laugavegi sem staðið hefur autt um skeið eftir að Brynja...

PALESTÍNUSTRÖND 1944

Þetta er strönd í Palestínu 1944. Fjórum árum síðar var Ísraelsríki stofnað.

ALDURSFORSETI ALÞINGIS TIL Í SLAGINN

Tómas A. Tómasson alþingismaður Flokks fólksins er aldursforseti þingsins sem nú verður endurnýjað í boðuðum kosningum. Tommi er ánægður með titilinn: "Ég er 75 ára...

ERLA LOKKAR OG LAÐAR Í RAMMAGERÐ

Þessi risamynd blasir við viðskiptavinum Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg þegar þeir ganga inn. Íslenk kona, umvafin íslenskri ull lokkar og laðar og virkar hvetjandi á...

INGA SÆLAND Í HLUTVERKI SOFFÍU FRÆNKU

Í væntanlegri kosningabaráttu, og reyndar allan sinn pólitíska feril, hefur Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið í hlutverki Soffíu frænku eins og við þekkjum...

DULARFULL LOKUN Á NESJAVALLALEIÐ

Öðruvísi fór en til stóð í helgarbíltúr fjölskyldu sem ætlaði til Þingvalla Nesjavallaleið frá Vesturlandsvegi við Geitháls. Risastór skilti hefti leið þar sem varað...

EKKI PRÍLA Á HUNDINUM

Fyrir hálfa milljón er hægt að kaupa hund í Húsgagnahöllinni sem aldrei þarf að fara með út að ganga né hirða upp skít. Þægilegri...

FORSETINN Á AFMÆLI – KLÚTADAGUR Á HRAFNISTU

Vistfólk á Hrafnistu er með klútadag í tilefni af afmæli Höllu Tómasdóttur forseta sem er 56 ára í dag. Plaköt voru prentuð, kátt á...

HVAÐ ER FRIÐUR FYRIR MÉR?

Myndir sjö reykvískra grunnskólanema hafa verið valdar sem framlög Reykjavíkur í alþjóðlega myndlistarsamkeppni barna. Samtök friðarborgarstjóra, Mayors for Peace, standa árlega fyrir keppninni í...

PERUSVINDL LEIÐRÉTT Í KRÓNUNNI

Hilluverð á perum í Krónunni á Hallveigarstíg hefur verið leiðrétt eftir að frétt um málið birtist hér. Stykkið af perum sem kostaði 55 krónur í...

ENGLANDSBANI GRIKKJA

Ivan Jovanović stakk í stúf og vakti athygli þar sem hann sat á hækjum sér á hliðarlínunni í leik Grikkja og Englendinga í Þjóðadeidinni...

PERUSVINDL Í KRÓNUNNI

"Stundum þarf maður að kveikja á perunni. Þarna er verið að plata neytendur," segir viðskiptavinur Krónunnar á Hallveigarstíg sem greip með sér eina peru...

Sagt er...

Jens Garðar er 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundaði nám við...

Lag dagsins

Kristján krónprins Dana er 19 ára í dag. Hann þykir efnilegastur allra prinsa í Evrópu og myndarlegur eftir því. Hann verður kóngurinn þegar fram...