HomeGreinarSKÍÐALYFTUMARTRÖÐ ÖNNU HILDAR

SKÍÐALYFTUMARTRÖÐ ÖNNU HILDAR

„Slysin gera ekki boð á undan sér og á stundum er raunveruleikinn skáldskapnum lygilegri, eins og ég fékk svo sannarlega að upplifa á eigin skinni síðastliðinn laugardag,“ segir Anna  Hildur Wolfram Björnsdóttir  sem lenti í skíðalyftumartröð andskotans:
„Ég var stödd á skíðasvæði úti á landi í geggjuðu færi og frábæru veðri ásamt fjölda annarra skíða- og brettafólks. Undir miðjan dag er ég á leið upp með diskalyftu og er komin nokkuð áleiðis þegar lyftan tekur að hegða sér furðulega. Ég lyftist ögn frá jörðu tvisvar sinnum með stuttu millibili og er að nálgast eitt mastranna sem bera togvírinn uppi. Áður en ég veit af hefur lyftan kippt mér upp frá jörðu og þeytt mér upp í topp mastursins sem hafði verið framundan, á að giska ca. 5-6 metra hátt. Ég fæ verklegt högg á vinstra læri þegar ég skell utan í hjólin á toppi mastursins, diskurinn sem ég hafði haft skorðaðan milli fótanna losnar frá mér og á einhvern undraverðan hátt næ ég góðu taki á hjólunum á mastrinu og hangi hálf á hvolfi, með annan fótinn fastan í snjóbrettinu, brettið upp í loft og horfi upp í himininn.
Ég átta mig fljótt á því að ég mun ekki geta bjargað mér úr þessari klípu af sjálfsdáðum og rígheld mér því í hjólin og hreyfi hvorki legg né lið af ótta við að missa takið og hrapa til jarðar með höfuðið fyrst. Að óljósum tíma liðnum heyri ég vélsleða nálgast og skömmu síðar kallar starfsmaður svæðisins til mín. Hann klifrar upp stiga á mastrinu til að ná til mín, losar snjóbrettið af fætinum á mér og aðstoðar mig við að rétta mig við, ná taki á stiganum og klöngrast niður.
Eftir heimsókn á Heilbrigðisstofnun svæðisins reyndist ég blessunarlega óbrotin, en illa marin, verulega bólgin og með húðblæðingar. Lyftunni var samstundis lokað og tilkynning send á Vinnueftirlitið, sem framkvæmir úttekt á atvikinu sem og lyftubúnaðinum áður en heimilt verður að taka hana í notkun á ný.
Ég þekki ekki lagaumhverfi í kringum öryggisatriði tengt lyftum sem þessum, en spyr mig hvort tímabært sé að endurskoða almennt regluverk og eftirlit með þeim í ljósi nýliðins atburðar. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef eitt barnanna sem voru gestir á svæðinu þennan dag hefði tekið flugið í minn stað.
Atvik sem þetta eiga ekki að geta átt sér stað, enda almennt mikið lagt upp úr öryggi toglyftubúnaðar. Staðreyndin er engu að síður sú að hið ótrúlega raungerðist og fyrir hreina tilviljun fór ekki verr en raun ber vitni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá umrætt mastur sem ég þeyttist upp í. Ef rýnt er í myndina sést að vírinn, sem á að öllu jöfnu að vera fastur milli hjólanna hægra megin á mastrinu, er staðsettur marga metra fyrir ofan það.
TENGDAR FRÉTTIR

HELGI MAGNÚS VÆRI NÚ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI HEFÐI HANN EKKI AFÞAKKAÐ AÐ VERÐA VARARÍKISLÖGREGLUSTJÓRI

Brotthvarf Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra tekur á sig ýmsar myndir. Hér er ein: Þegar Helgi Magnús Gunnarsson var flæmdur úr embætti vararíkissaksóknara fyrir skemmstu reyndi nýr...

ÞÓRHALLUR STOFNAR MINNSTA FJÖLMIÐIL LANDSINS

Þórhallur Gunnarsson margreyndur stjórnandi ljósvakamiðla um áratugaskeið hefur stofnað minnsta fjölmiðil landsins sem hann nefnir Klaki Stúdíó en Klaki heitir heimiliskötturinn hans. Þórhallur tilkynnir...

NÝI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN OG ÓLAFUR RAGNAR ERU BRÆÐRASYNIR

Grímur Hergeirsson, nýr ríkislögreglustjóri, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, eru bræðrasynir. Það er svona í pottinn búið skv. upplýsingum frá Sigurði Boga...

HEIMIR KAUPIR KÓTILETTUR – VARÐ HISSA

Heimir Karlsson morgunhani á Bylgjunni fór í kótilettu leiðangur og það gekk svona fyrir sig: - "8 litlar - má jafnvel færa rök fyrir því að...

BISKUP BLESSAR BJÖRGUNARSVEITIR

"Við sem búum á Íslandi megum vera stolt af björgunarsveitunum okkar og það er gott að geta styrkt þær með kaupum á neyðarkalli," segir...

LÍFSBJÖRG ÚTFARARSTJÓRANS

"Í dag eru 30 ár síðan ég tók bestu ákvörðun lífs míns og hætti að nota áfengi. Leitaði mér aðstoðar og allt breyttist til...

JÖKULL Í KALEO FÉKK NÝJAN DEFENDER

Jökull í Kaleo fékk afhenta nýjustu útgáfuna af Defender hjá BL á dögunum en  hljómsveitin mun koma fram á einstökum Defender viðburði í Bandaríkjumum...

TVÍFARI MAMDANI Á ALÞINGI

"Það er full astæða til að óska Zohran Mamdani nýkjörnum borgarstjóra New York til hamingju með glæsilegan sigur," segir Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri...

LILJA PÁLMA MEÐ BESTA STÓÐHESTINN

"Þeir eru ekkert að grínast með þessa bikara hjá Fáki," segir Lilja Pálmadóttir en Grásteinn hennar frá Hofi á Höfðaströnd er hæst dæmdi 6...

SJÁLFSTÆÐISMENN MÆTI MEÐ KÚBEIN OG HAMRA Í VALHÖLL

Auglýsing í Morgunblaðinu í nóvember 1973. Valhöll var í byggingu og sjálfboðaliðar ræstir út - með kúbein og hamra. Nú er Valhöll til sölu...

RAGNAR KJARTANSSON SÝNIR Í SJANGHÆ

Myndlistarstjarnan Ragnar Kjartansson er á leið til Kína þar sem hann tekur þátt í "15th Shanghai Biennale" unddir yfirskriftinni “Does the flower hear the...

SURVIVAL OF THE FITTEST MÁ EKKI VERÐA SURVIVAL OF THE FATTEST!

"Risafyrirtæki leitast við að verja hagnað sinn með því að velta vandanum yfir á samfélagið, atvinnuleysistryggingar," segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri -...

Sagt er...

Fundur í stuttputtafélaginu Lilleputt á Ölstofunni fyrir skemmstu. Fyrsta mál á dagskrá: Samningar við hanskaframleiðendur um sérpantanir fyrir veturinn.

Lag dagsins

Tónlistarstjarnan Greta Salóme er afmælisbarn dagsins (39). Hún tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd 2016 með stæl og áður óséðum tilþrifum. https://www.youtube.com/watch?v=7xQxQRdZasQ