HomeGreinarSKÍÐALYFTUMARTRÖÐ ÖNNU HILDAR

SKÍÐALYFTUMARTRÖÐ ÖNNU HILDAR

„Slysin gera ekki boð á undan sér og á stundum er raunveruleikinn skáldskapnum lygilegri, eins og ég fékk svo sannarlega að upplifa á eigin skinni síðastliðinn laugardag,“ segir Anna  Hildur Wolfram Björnsdóttir  sem lenti í skíðalyftumartröð andskotans:
„Ég var stödd á skíðasvæði úti á landi í geggjuðu færi og frábæru veðri ásamt fjölda annarra skíða- og brettafólks. Undir miðjan dag er ég á leið upp með diskalyftu og er komin nokkuð áleiðis þegar lyftan tekur að hegða sér furðulega. Ég lyftist ögn frá jörðu tvisvar sinnum með stuttu millibili og er að nálgast eitt mastranna sem bera togvírinn uppi. Áður en ég veit af hefur lyftan kippt mér upp frá jörðu og þeytt mér upp í topp mastursins sem hafði verið framundan, á að giska ca. 5-6 metra hátt. Ég fæ verklegt högg á vinstra læri þegar ég skell utan í hjólin á toppi mastursins, diskurinn sem ég hafði haft skorðaðan milli fótanna losnar frá mér og á einhvern undraverðan hátt næ ég góðu taki á hjólunum á mastrinu og hangi hálf á hvolfi, með annan fótinn fastan í snjóbrettinu, brettið upp í loft og horfi upp í himininn.
Ég átta mig fljótt á því að ég mun ekki geta bjargað mér úr þessari klípu af sjálfsdáðum og rígheld mér því í hjólin og hreyfi hvorki legg né lið af ótta við að missa takið og hrapa til jarðar með höfuðið fyrst. Að óljósum tíma liðnum heyri ég vélsleða nálgast og skömmu síðar kallar starfsmaður svæðisins til mín. Hann klifrar upp stiga á mastrinu til að ná til mín, losar snjóbrettið af fætinum á mér og aðstoðar mig við að rétta mig við, ná taki á stiganum og klöngrast niður.
Eftir heimsókn á Heilbrigðisstofnun svæðisins reyndist ég blessunarlega óbrotin, en illa marin, verulega bólgin og með húðblæðingar. Lyftunni var samstundis lokað og tilkynning send á Vinnueftirlitið, sem framkvæmir úttekt á atvikinu sem og lyftubúnaðinum áður en heimilt verður að taka hana í notkun á ný.
Ég þekki ekki lagaumhverfi í kringum öryggisatriði tengt lyftum sem þessum, en spyr mig hvort tímabært sé að endurskoða almennt regluverk og eftirlit með þeim í ljósi nýliðins atburðar. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef eitt barnanna sem voru gestir á svæðinu þennan dag hefði tekið flugið í minn stað.
Atvik sem þetta eiga ekki að geta átt sér stað, enda almennt mikið lagt upp úr öryggi toglyftubúnaðar. Staðreyndin er engu að síður sú að hið ótrúlega raungerðist og fyrir hreina tilviljun fór ekki verr en raun ber vitni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá umrætt mastur sem ég þeyttist upp í. Ef rýnt er í myndina sést að vírinn, sem á að öllu jöfnu að vera fastur milli hjólanna hægra megin á mastrinu, er staðsettur marga metra fyrir ofan það.
TENGDAR FRÉTTIR

SÁNUNNI Í VESTURBÆJARLAUG LOKAÐ

Frá og með fimmtudeginum 5. desember verður sánunni í Vesturbæjarlaug lokað. Verið er að hefja niðurrif á sánaklefunum sem er fyrsti liður í endurbótum á...

VALKYRJURNAR Í VALHÖLL

Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland eru að mynda ríkisstjórn. Inga segir að þetta verði valkyrjustjórn og hinar tvær kinka kolli: - Valkyrjur eru kvenkyns...

KOSNINGASKYRTA KRISTRÚNAR UPPSELD

Fyrir kosningar var frá því greint hér að Kristrún Frostadóttir, sigurvegarinn í Samfylkingunni, hefði mátað svarta glimmerskyrtu í tískuvöruversluninni Mathilda í Smáralind. Hún keypti...

HUGLEIÐING MÓÐUR UM ÞINGMANNINN SINN

"Siggi okkar hefur ósjaldan komið fjölskyldunni á óvart með því sem hann hann hefur tekið sér fyrir hendur allt frá því hann var barn...

TRÖLLI FÓR Í KIRKJU OG FRELSAÐIST

Trölli sló í gegn á jólahátíð á Austurvelli í dag og kætti jafnt börn og fullorðna. En þetta tók á og Trölli var við...

GLUGGAÞVOTTUR GLERAUGNASALANS

Barnabarn gleraugnasalans á Laugavegi hjálpar afa sínum að þvo verslunargluggann undir árvökulu augnaráði módelsins á mynd fyrir aftan.

KJÖRSTAÐIR EINS OG SUBWAY

"Ég veit ekki hvað ég á að kjósa. Hvað á ég að kjósa? Og af hverju?" spyr Óttar M. Noðrfjörð rithöfundur og er ekki...

HÓLMINN Í TJÖRNINNI TEKINN Í GEGN Á ÍS

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í stóra hólmanum í Tjörninni eftir helgi en markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni. Farið...

UPPSELT HJÁ HALLGRÍMI Á KJARVALSSTÖÐUM

Hallgrímur Helgason verður með leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum sem ná yfir 40 ára feril hans sem myndlistarmanns. Tvær ferðir verða...

ALDREI MEIRI JÓLASKREYTINGAR Í REYKJAVÍK

Aldrei hefur verið meira skreytt í Reykjavík fyrir hátíðarnar, en hana prýða nú yfir 500 þúsund ljósaperur og 50 kílómetrar af jólaseríum. 25 styrkjum var...

ÞEGAR SNÆFUGL SÖKK

"Þessa mynd tók ég á síldinni 1963 austur af landinu. Þarna er Snæfugl SU 20 að háfa með gott kast," segir Margeir Margeirsson veitingamaður...

ÚTVALDIR Í VESTURVIN

Á dögunum var myndlistarmönnum boðið að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk í almannarými í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavíkur.Nú...

Sagt er...

Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 8. og 15. desember en þá daga gefst gestum tækifæri að njóta aðventunnar og upplifa...

Lag dagsins

Ármann Reynisson rithöfundur og athafnaskáld er 73 ára í dag. Hann hefur víða litið við á lífsleiðinni; nú síðast var hann að stofna Gullmarkaðinn...