HomeGreinarSKÍÐALYFTUMARTRÖÐ ÖNNU HILDAR

SKÍÐALYFTUMARTRÖÐ ÖNNU HILDAR

„Slysin gera ekki boð á undan sér og á stundum er raunveruleikinn skáldskapnum lygilegri, eins og ég fékk svo sannarlega að upplifa á eigin skinni síðastliðinn laugardag,“ segir Anna  Hildur Wolfram Björnsdóttir  sem lenti í skíðalyftumartröð andskotans:
„Ég var stödd á skíðasvæði úti á landi í geggjuðu færi og frábæru veðri ásamt fjölda annarra skíða- og brettafólks. Undir miðjan dag er ég á leið upp með diskalyftu og er komin nokkuð áleiðis þegar lyftan tekur að hegða sér furðulega. Ég lyftist ögn frá jörðu tvisvar sinnum með stuttu millibili og er að nálgast eitt mastranna sem bera togvírinn uppi. Áður en ég veit af hefur lyftan kippt mér upp frá jörðu og þeytt mér upp í topp mastursins sem hafði verið framundan, á að giska ca. 5-6 metra hátt. Ég fæ verklegt högg á vinstra læri þegar ég skell utan í hjólin á toppi mastursins, diskurinn sem ég hafði haft skorðaðan milli fótanna losnar frá mér og á einhvern undraverðan hátt næ ég góðu taki á hjólunum á mastrinu og hangi hálf á hvolfi, með annan fótinn fastan í snjóbrettinu, brettið upp í loft og horfi upp í himininn.
Ég átta mig fljótt á því að ég mun ekki geta bjargað mér úr þessari klípu af sjálfsdáðum og rígheld mér því í hjólin og hreyfi hvorki legg né lið af ótta við að missa takið og hrapa til jarðar með höfuðið fyrst. Að óljósum tíma liðnum heyri ég vélsleða nálgast og skömmu síðar kallar starfsmaður svæðisins til mín. Hann klifrar upp stiga á mastrinu til að ná til mín, losar snjóbrettið af fætinum á mér og aðstoðar mig við að rétta mig við, ná taki á stiganum og klöngrast niður.
Eftir heimsókn á Heilbrigðisstofnun svæðisins reyndist ég blessunarlega óbrotin, en illa marin, verulega bólgin og með húðblæðingar. Lyftunni var samstundis lokað og tilkynning send á Vinnueftirlitið, sem framkvæmir úttekt á atvikinu sem og lyftubúnaðinum áður en heimilt verður að taka hana í notkun á ný.
Ég þekki ekki lagaumhverfi í kringum öryggisatriði tengt lyftum sem þessum, en spyr mig hvort tímabært sé að endurskoða almennt regluverk og eftirlit með þeim í ljósi nýliðins atburðar. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef eitt barnanna sem voru gestir á svæðinu þennan dag hefði tekið flugið í minn stað.
Atvik sem þetta eiga ekki að geta átt sér stað, enda almennt mikið lagt upp úr öryggi toglyftubúnaðar. Staðreyndin er engu að síður sú að hið ótrúlega raungerðist og fyrir hreina tilviljun fór ekki verr en raun ber vitni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá umrætt mastur sem ég þeyttist upp í. Ef rýnt er í myndina sést að vírinn, sem á að öllu jöfnu að vera fastur milli hjólanna hægra megin á mastrinu, er staðsettur marga metra fyrir ofan það.
TENGDAR FRÉTTIR

EINAR MÁR OG MÁR GUÐMUNDS SAMAN Á SPRINGSTEEN Í BERLÍN

Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Már Guðmundsson fyrrum seðlabankastjóri flugu til Berlína í gærmorgun til að fara á tónleika með Bruce Springsteen. Elsa Þorkelsdóttir,...

GLUGGI SETTUR Á STRÆTÓSKÝLI EN EKKERT SÆTI

"Flott uppfærsla á strætóskýli, mér hefur alltaf fundist vanta frekar glugga en sæti," segir Halldóra Jóhanna Hafsteins en ekki eru allir sammála. Skýlið hefur...

SIGURÐUR INGI STENDUR Í STÓRRÆÐUM

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins leiddi hryssunna Gleði frá Syðra-Langholti  undir stóðhestinn Hreyfil frá Vorsabæ í morgun: "Ætternið ætti að gefa góðar vonir um reiðhest með...

LOFTLEIÐATASKAN SELDIST UPP Á AKUREYRI

"Margir hafa spurt mig um Loftleiðatöskuna sem Egill var með í viðtalinu við mig í Kiljunni. Þetta er endurgerð á Loftleiðatösku sem var mjög...

GUÐRÚN PRÍSAR SIG SÆLA

"Hamingjusöm eftir Prísferð dagsins!" segir Guðrún nokkur Jónsdóttir: "1.5 kíló af kjöti, 2 kíló grísk jógúrt, heilt baguette, 500 ml rjómi, sósa, kók, íslensk gúrka...

HÖFUNDUR SJAKALANS LÁTINN

Enski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Frederick Forsyth lést í gær 86 ára að aldri. Einn drýgsti metsöluhöfundur heims með bækurnar The Day of the Jackal,...

BJÖRN INGI EDRÚ Í 6 ÁR

"Svo vill til að í dag eru sex ár frá því ég bragðaði síðast áfengi. Þannig mjakast þetta, en risaskrefin felast í betri heilsu...

FALLEG AFMÆLISKVEÐJA TIL ANDRÉSAR

"Til hamingju með afmælið elsku vinur og samstarfsfélagi," segir Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður í afmæliskveðju til Andrésar Jónssonar almannatengils sem er 48 ára í dag: - "Þú...

ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA…

"Þetta er allt að koma," segir Róbert Guðfinnsson athafnaskáld á Siglufirði um golfvöllinn í heimabæ sínum. Sjá tengda frétt.

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI ALLTAF I VINNUNNI

Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra fellur ekki verk úr hendi þó í sólarfríi sé. Hér ræðir hún málin við kappklædda mótorhjólalöggu sem varð á vegi...

„HELVÍTI ER HLÍÐIN SMART, ÉG FER EKKI RASSGAT“

Alfreð Andrésson (1908-1955), leikari. Hann var vinsæll á stríðsárunum og þótti einn besti leikari Íslendinga. Sumir töluðu jafnvel um að Alfreð hefði orðið heimsfrægur,...

ANDRÉS SPÁIR DAUÐA ÍSLENSKA SJÓNVARPSINS

Andrés Magnússon ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu reifar framtíð sjónvarps í pistli í blaði sínu í dag. Bendir hann réttilega á að línulega dagskrá sé að...

Sagt er...

"Þetta er ekki í lagi, ég kemst ekki heim," segir Anna Kjartansdóttir stödd í Mörkinni við Skeifuna. Anna á rauða bílinn á myndinni.

Lag dagsins

Brian Wilson (1942-2025). https://www.youtube.com/watch?v=kVUu7rC7xec