HomeGreinarTONY BLAIR SPRENGDI ÞRIÐJA HJÓNAND MURDOCHS

TONY BLAIR SPRENGDI ÞRIÐJA HJÓNAND MURDOCHS

Ekki sér fyrir endann á ástarævintýrum fjölmiðlaolígarksins Ruperts Murdochs. Hann sté niður úr stjórn risa-fyrirtækjasamsteypu sinnar 92 ára en sér aldurinn ekki sem fyrirstöðu til að efna til nýrra ástarsambanda.

Rupert tilkynnti Jerry Hall í fyrra með tölvupósti að hann vildi skilnað, sagðist hafa of mikið á sinni könnu.
Rupert tilkynnti Jerry Hall í fyrra með tölvupósti að hann vildi skilnað, sagðist hafa of mikið á sinni könnu.

Fyrir nokkrum dögum barst tilkynning frá skrifstofu hans um að hann hyggðist kvænast núverandi kærustu, Elenu Zhukova, 67 ára, líffræðingi sem hann byrjaði að ,,deita“ síðastliðið sumar. Þetta yrði fimmta hjónaband Murdochs en hann skildi við Jerry Hall (fyrrum eiginkonu Mick Jaggers) árið 2022. Í kjölfar þess átti hann í sambandi við Ann Lesley Smith, tannfræðing, en sleit því skyndilega eftir tvær vikur.

Nýja konan Elena Zhukova, 67 ára, líffræðiingur sem Murdoch byrjaði að ,,deita“ síðastliðið sumar.
Nýja konan Elena Zhukova, 67 ára, líffræðiingur sem Murdoch byrjaði að ,,deita“ síðastliðið sumar.

Murdoch kynntist núverandi kærustu í gegnum þriðju eiginkonu sína, Wendi Deng, sem hann á tvær dætur með en þau skildu eftir meint framhjáhald hennar með Tony Blair. Væntanlegt kvonfang hans kom til Bandaríkjanna frá fyrrum Sovétríkjunum rétt áður en þau liðu undir lok. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Alexander Zhukov, varð milljarðamæringur með fjárfestingum í orkugeiranum en þó ekki í Hitaveitu Suðurnesja svo vitað sé. Hann er nú breskur ríkisborgari og býr í London. Dóttir þeirra Elenu og Alexanders, Dasha, er öflug í góðgerðastarfssemi en hún var, þar til 2017, gift rússneska olígarkanum Roman Abramovich. Ætla má af þessum staðreyndum að Elena sé ekki að giftast til fjár og að Rupert á tíræðisaldri búi enn yfir nægum sjarma til að laða að sér konur. Auk þess sem sækjast sér um líkir.

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

BRIDGET JONES SNÝR AFTUR MEÐ HVELLI

Hugh Grant blæs í glæður gagnkvæmrar afbrýðissemi milli hans og keppinautarins Colin Firth nú þegar fjórða Bridget Jones myndin er væntanleg. Þeir hafa barist...

15 ATRIÐI TIL VARNAR HJARTAÁFALLI

Björn Ófeigsson ritstjóri hjartalif.is skrifar um óvænta þætti sem geta aukið líkur á hjartaáfalli. "Við þekkjum velflest þessa áhættuþætti eins og reykingar og lélegt mataræði...

TESLU EIGANDI AFÞAKKAÐI HJÁLP Í RAFMAGNSLEYSI Í VÍK

Teslu eigandi var fastur í Vík í Mýrdal á dögunum þegar straumur fór af öllu og hann alveg stopp. Renndi þá upp að honum...

Á RAUÐU LJÓSI AÐ BÍÐA EFTIR RÍKISSTJÓRN

Þeir standa vaktina fyrir framan Stjórnarráðið og hafa gert í næstum hundrað ár - Kristján IX Danakóngur og Hannes Hafstein ráðherra. Líkt á á...

GRÝLA SÝÐUR DÚKKUR Í POTTI Á LÆKJARTORGI

Jólabarn sendir myndskeyti: - Vegfarendum brá mörgum í brún er þeir áttu leið um Lækjartorg í gær. Þar í glerskála á miðju torginu er búið að...

TRUMP LEYSIR KVENNAMÁL SONAR SÍNS

Donald J. Trump hefur leyst kvennamál elsta sonar síns, Donalds yngri, með því að skipa kærustu hans, Kimberley Guilfoyle, sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi. Donald yngri...

DAGBÓK ÖREIGA

Valur Gunnarsson rithöfundur fékk ekki listamannalaun í ár þó sískrifandi sé og stefnir fyrir bragðið í vandræði hjá honum. Hann srifar í dagbók sína...

FLOTT SELFÍ Á ÚTSKRIFTARSÝNINGU

Sýning á útskriftarverkum þeirra nemenda sem ljúka diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2024 verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 13. desember...

BENEDIKT HÆTTIR Á RÚV

"Þetta er bara orðið gott í bili," segir Benedikt Sigurðsson sjónvarpsfréttamaður RÚV sem hefur ákveðið að yfirgefa vinnustaðinn. Benedikt hefur starfað þar í tæp...

ÍSLAND ÖRYGGAST FYRIR FERÐAMENN – ENGIN GLÆPIR OG PÓLITÍSKUR STÖÐUGLEIKI!

Ísland trónir á toppi lista Globe Peace Index yfir 10 öruggustu lönd í heimi fyrir ferðamenn. Ástæðan: Glæpatíðni er nánast engin og viðvarandi pólitískur...

ÍSLENSK TALSETNING Í 32 ÁR

  "Við hjá Sambíóin / Samfilm byrjuðum að talsetja barnamyndir árið 1992 með Aladdin, sem var mikil tímamótaframleiðsla fyrir íslenska kvikmyndamenningu. Þessi ákvörðun hefur haft...

GÍNA Í PÁSU

Jólamstrið tekur á. Þessi gína í fataverslun í miðbænum var alveg búin á því og lagði sig - í nokkrum pörtum. Svo hélt hún...

Sagt er...

Það er föstudagurinn 13. í dag. Farið varlega og helst ekki neitt.

Lag dagsins

Fæðingardagur Frank Sinatra (1915-1998) sem hefði orðið 109 ára í dag. Jólabarn í desember og þess vegna eitt jólalag: https://www.youtube.com/watch?v=mMl4Pls41qI