HomeGreinarLANDIÐ, LÖGIN, LANDSVIRKJUN OG LANDSÞEKKTIR FRAMBJÓÐENDUR

LANDIÐ, LÖGIN, LANDSVIRKJUN OG LANDSÞEKKTIR FRAMBJÓÐENDUR

Lykilatriði þess að ná árangri í forsetakosningunum er að vera landsþekktur og þóknanlegur ,,kerfinu“. Í þann hóp fellur Alma Möller landlæknir sem varð landsþekkt á tímum Covid í stöðugum sjónvarpsútsendingum með Víði Reynissyni og Þórólfi smitsjúkdómalækni. Þó eru ekki allir sem tengja Ölmu lækni við þetta æðsta embætti í íslenskri stjórnskipun.

Sá aðili af þeim sem fram eru komnir og þekkingu hefur á stjórnskipuninni er Arnar Þór Jónsson lögfræðingur sem hefur skrifað um nauðsyn þess að vernda íslenskt fullveldi. Hann er því ekki vel þokkaður innan kerfisins og af glóbalistum samfylkingar á vinstri væng. Ekki er enn vitað hvort Katrín tekur stökkið en hún mun vera spennt fyrir því.

Sagt er að af landsþekktum aðilum sé Katrín forsætisráðherra sú sem gæti náð afgerandi forystu sem væn og velliðin kona á landsvísu. Flokkur hennar er hins vegar að þurrkast út sakir aðgerðaleysis VG í mörgum mikilvægum málaflokkum: Ekkert hefur orðið úr auðlindaákvæði í stjórnarskrá; auðmenn og útlendingar kaupa upp auðlindir, fjöll og undirlendi. Samþjöppun auðs og valda er eitt og þegar bein yfirráð yfir heilum og hálfum landsfjórðungum bætast við er stutt í gamla lénsveldið. Þá raungerist staða Jim Ratcliffes sem Goða sem sendir sína menn á þing og Íslendingar verða þegnar stórfyrirtækjaelítu. Ekki er enn vitað hvort Katrín tekur stökkið en hún mun vera spennt fyrir því.

Ólafur Jóhann Óiafsson rithöfundur ku einnig vera spenntur, greindur maður og flínkur, fyrrum aðstoðarforstjóri Time Warner sem fékk rúmlega 15 milljónir dollara í sinn hlut þegar hann vann að samrauna risafyrirtækjanna Time Warner og fjölmiðlafyrirtækisins AT&T árið 2018. Þeim samruna var líkt við banahögg bandarísks lýðræðis með nýrri gullöld einokunar. RÚV sendi fulltrúa sinn (fyrrum forsetaframbjóðanda) til að taka viðtal við Ólaf Jóhann vegna samrunans en þar var ekkert minnst á áhyggjur af lýðræðinu vegna risasamrunans og verður því væntanlega ekki spurt um það í komandi kosningum. Sá fyrrum forsetaframbjóðandi fór frá RÚV yfir til Landsvirkjunar í fyrra en það gæti beðið nýs Forseta Íslands tímabilið 2024-2028 að fara yfir lög um afdrif þess þjóðhagslega mikilvæga fyrirtækis. Þá er spurning hvort Bessastaðir yrðu virkjaðir og þjóðhagslega mikilvæg lagafrumvörp borin undir þjóðina.

TENGDAR FRÉTTIR

LENGSTA RÚTUFERÐ Í HEIMI – LONDON KALKÚTTA

Á árunum 1957 til 1976 voru reglulegar rútuferðir frá Londin til Kalkútta á Indlandi. 32 þúsund kílómetra leið sem tók 50 daga fram og...

FALLEGAR FLUGFREYJUR

"Sú efsta í stiganum heitir Susann," segir Sigurgeir Orri Sigurgeirsson athafnamaður og bætir við: "Flugfreyjurnar hjá Loftleiðum voru undantekningalaust íðilfagrar. Þekkið þið hinar?"

BYGGINGALÓÐIR VIÐ HÖFNINA BOÐNAR ÚT Á NÝ

Byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hefur verið boðinn út og er tilboðsfrestur til 5. júlí...

SKIPSTJÓRINN Á HÓLMABORG VANN PONTIAC Í Í HAPPDRÆTTI DAS 1955

Jens Peder Jensen, skipstjóri á Hólmaborg frá Eskifirði, vann þessa glæsilegu Pontiac bifreið í happdrætti DAS í apríl 1955. Stórmál fyrir hvern sem unnið hefði...

AUSTURSTRÆTI GÖNGUGATA Í SUMAR

Austurstræti verður göngugata í sumar og Pósthússtræti verður vistgata. Breytingin tekur gildi í kringum næstu mánaðamót, eða þegar nýjar merkingar verða komnar upp, og...

RIGNINGIN ROKKAR

"Hvað rigningin leggst vel í mig, þegar hún fær frið til að falla án þess að vera lamin áfram af stormi, og þessi fílingur...

FERÐAFÉLAG BARNANNA SLÆR Í GEGN

Einn allra skemmtilegasti anginn á sterkum meiði Ferðafélags Íslands er Ferðafélag barnanna. Síðustu árin hefur þessi litli félagsskapur stækkað, eflst og þroskast með mjög...

VERÐMESTI SEÐILLINN VIÐ LÝÐVELDISSTOFNUN

"Verðmesti seðillinn sem var í umferð 1944 var 500 króna seðill (sjá hér að ofan) og var hann fyrst gefinn út það ár. Hann...

MEÐ LAUSA SKRÚFU Í JÖKULFJÖRÐUM

„Ég lenti einu sinni í því að ganga með lausa skrúfu í sjö daga ferð um Jökulfirði og Snæfjallaströnd. Ég hafði ökklabrotnað nokkrum árum...

ÞRIGGJA DAGA BÚLLUVEISLA Í KÖBEN

Hamborgarbúlla Tómasar fagnar 10 ára starfsafmæli í Kaupmannahöfn nú um helgina og slær saman við þjóðhátíðardag Íslendinga á morgun með Íslendingapartýi í Tívolí þar...

BÍLASTÆÐASJÓÐUR Í STÓRSÓKN Í MIÐBÆNUM – FÆRIR ÚT VÍGLÍNUR

Breytingar verða gerðar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík innan tíðar. Einkum er um að ræða stækkun á gjaldsvæði 2 en talningar frá því árslok...

RISASKEIFA Í HÚSDÝRAGARÐINUM

Nýtt listaverk var afhjúpað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en höfundur listaverksins er fyrrum starfsmaður garðsins, Ísleifur Pádraig Friðriksson. Ísleifur hefur sannarlega ekki setið...

Sagt er...

Svona voru þríhjólin fyrir börn 1936, stífbónuð, fallega máluð og með brettum eins og bílar. Nú er öldin önnur og þríhjól ekki svipur hjá...

Lag dagsins

Fæðingardagur Jean-Paul Sartre (1905-1980) franska heimspekingsins og föður existensialismans þar sem fylgjendur höfðu eftir honum að "...helvíti væri annað fólk". Hann var heiðraður með...