HomeGreinarLANDIÐ, LÖGIN, LANDSVIRKJUN OG LANDSÞEKKTIR FRAMBJÓÐENDUR

LANDIÐ, LÖGIN, LANDSVIRKJUN OG LANDSÞEKKTIR FRAMBJÓÐENDUR

Lykilatriði þess að ná árangri í forsetakosningunum er að vera landsþekktur og þóknanlegur ,,kerfinu“. Í þann hóp fellur Alma Möller landlæknir sem varð landsþekkt á tímum Covid í stöðugum sjónvarpsútsendingum með Víði Reynissyni og Þórólfi smitsjúkdómalækni. Þó eru ekki allir sem tengja Ölmu lækni við þetta æðsta embætti í íslenskri stjórnskipun.

Sá aðili af þeim sem fram eru komnir og þekkingu hefur á stjórnskipuninni er Arnar Þór Jónsson lögfræðingur sem hefur skrifað um nauðsyn þess að vernda íslenskt fullveldi. Hann er því ekki vel þokkaður innan kerfisins og af glóbalistum samfylkingar á vinstri væng. Ekki er enn vitað hvort Katrín tekur stökkið en hún mun vera spennt fyrir því.

Sagt er að af landsþekktum aðilum sé Katrín forsætisráðherra sú sem gæti náð afgerandi forystu sem væn og velliðin kona á landsvísu. Flokkur hennar er hins vegar að þurrkast út sakir aðgerðaleysis VG í mörgum mikilvægum málaflokkum: Ekkert hefur orðið úr auðlindaákvæði í stjórnarskrá; auðmenn og útlendingar kaupa upp auðlindir, fjöll og undirlendi. Samþjöppun auðs og valda er eitt og þegar bein yfirráð yfir heilum og hálfum landsfjórðungum bætast við er stutt í gamla lénsveldið. Þá raungerist staða Jim Ratcliffes sem Goða sem sendir sína menn á þing og Íslendingar verða þegnar stórfyrirtækjaelítu. Ekki er enn vitað hvort Katrín tekur stökkið en hún mun vera spennt fyrir því.

Ólafur Jóhann Óiafsson rithöfundur ku einnig vera spenntur, greindur maður og flínkur, fyrrum aðstoðarforstjóri Time Warner sem fékk rúmlega 15 milljónir dollara í sinn hlut þegar hann vann að samrauna risafyrirtækjanna Time Warner og fjölmiðlafyrirtækisins AT&T árið 2018. Þeim samruna var líkt við banahögg bandarísks lýðræðis með nýrri gullöld einokunar. RÚV sendi fulltrúa sinn (fyrrum forsetaframbjóðanda) til að taka viðtal við Ólaf Jóhann vegna samrunans en þar var ekkert minnst á áhyggjur af lýðræðinu vegna risasamrunans og verður því væntanlega ekki spurt um það í komandi kosningum. Sá fyrrum forsetaframbjóðandi fór frá RÚV yfir til Landsvirkjunar í fyrra en það gæti beðið nýs Forseta Íslands tímabilið 2024-2028 að fara yfir lög um afdrif þess þjóðhagslega mikilvæga fyrirtækis. Þá er spurning hvort Bessastaðir yrðu virkjaðir og þjóðhagslega mikilvæg lagafrumvörp borin undir þjóðina.

TENGDAR FRÉTTIR

ORÐIN TÓM Í EYMUNDSSON

Þessi tilvitnun úr skáldverki Jóns Kalman hefur prýtt hú Eymundson á Skólavörðustíg. Vel við hæfi því lengi var þar rekið vinsælt kaffihús innan um...

GANGSTÉTTIR Á LAUGAVEGI EINS OG JARÐSKJÁLFTASVÆÐI

Forvitnir ferðamenn spyrja hvort jarðskjálftar á Reykjanesi hafi orsakað þessar skemdir á Laugavegi. Svarið er græna byltingin í miðbænum. Borgaryfivöld plötuðu öspum í gangstéttirnar...

AMERICANO VÍKUR FYRIR KANADÍSKUM Á KAFFIHÚSUM

Í óróa heimsins hefur kaffihúsaeigandi í Reykjavík strikað yfir Americano og sett Kanadískur í staðinn. Americano er heimsþekktur kaffiréttur á pari við Kaffi latte...

TOLLI ELSKAR TENE

"Var að spjalla við vin minn nýverið um veðurfarið á Tenerife sem við báðir höfum heimsótt en þessi vinur minn er seglbrettagaur og elskar...

MARTA SMARTA KENNIR Í HÁSKÓLANUM

Fjölmiðladrottningin Marta María Jónsdóttir, Marta Smarta í Smartlandi Moggans, er farin að kenna námskeið við fjölmiðladeild Háskóla Íslands. Hún er sögð koma inn í tímana...

EYMUNDSSON LOKAR KAFFIHÚSI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Eymundsson á Skólavörðustíg lokar kaffihúsinu í búðinni. Verið að endurnýja verslunin sem opnar aftur í vikunni eftir breytingar - en ekkert kaffihús.

ÉG HEF EKKERT AÐ SEGJA…

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og kornkynbótamaður á eftirlaunum er besta skáldið á samfélagsmiðlum samtímans: - ég hef ekkert að segja - undarlegasta en um leið gleðilegasta setning tungumálsins - því að ef einhver...

LANGAFI MEÐ ÖNGUL Í RASSI

Langafi í miðbænum, sem alinn er upp við bryggjusporða Reykjavíkurhafnar, bauð barnabarnabörnum sínum að fara að veiða við höfnina enda vanur að dorga þar...

JAPÖNSK JARÐARBERJASPRENGJA Í HÖRPU

Ken nota og Suskei Nagamura kynntu jarðarberjaframleislu sýna á matarhátíð í Hörpunni um helgina. Þetta eru engin venjuleg jarðarbær því þetta eru japönsk jarðarber...

ARION AUGLÝSIR

Myndskeyti frá Arionbanka: - Í gær, 8. mars, er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna úti um heim allan. Þetta er tækifæri til að fagna þeim...

ÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

„Það lítur út fyrir að þú sért með krabbamein“, sagði læknirinn þegar ég vaknaði eftir sýnatöku á Landspítalanum eftir ristilspeglun fyrir 8 mánuðum síðan,"...

LUCKY CHARMS ÆÐI Í KRÓNUNNI

Lucky Charms æði rann á Krónuna í síðustu viku þegar best staðsettu vöruhillurnar voru fylltar með Lucky Charms morgunkorninu. Daginn eftir var helmingurinn seldur. Lucky...

Sagt er...

Goðsögnin Marilyn Monroe með Gladys móður sinni og Berenice hálfsystur á ströndinni í Santa Monica 1946. https://www.youtube.com/watch?v=dLzeHkEQe9g

Lag dagsins

Tónlistarsnillingurinn Kári Egilsson er afmælisbarn dagsins (23). Með einstæðum hæfileikum hefur hann skapað sér rúm í íslenskum tónlistarheimi og fest sig þar í sessi...