HomeGreinarGRILLIÐ Á SÖGU ENDURGERT Í UPPHAFLEGRI MYND

GRILLIÐ Á SÖGU ENDURGERT Í UPPHAFLEGRI MYND

Háskóli Íslands tilkynnir:

Grillið á Sögu var lengi rómað fyrir gæði í mat og mikinn lúxus með útsýni yfir sundin blá og borgina alla og þar hafa sest að snæðingi nokkrar af skærustu stjörnum listasögunnar sem áttu náttstað á hótelinu. Þar gerist líka ein vinsælasta sena íslenskrar bókmennta- og kvikmyndasögu þar sem sögupersónur Einars Más Guðmundssonar úr skáldverkinu Englar alheimsins mæta og gera sér glaðan dag.

©Kristinn Ingvarsson

Grillið er nú partur af Háskóla Íslands eins og flest vita og mörg sem eiga leið um Vesturbæinn og Melana hafa rekið augun í mikið hús í undarlegum stíl sem liggur eins og mara ofan á Sögu og hefur eiginlega étið Grillið með gleri og stáli. Það hafa jafnvel borist fyrirspurnir til HÍ um hvort þetta nýja furðurhús eigi varanlegan samastað á þaki Sögu.

„Nei, alls ekki,“ segir Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs við Háskóla Íslands. „Það er verið er að endurbyggja Grillið í upphaflegri mynd. Til þess að hægt væri að vinna að þessu í vetur var nauðsynlegt að byggja skýli yfir Grillið svo hægt væri að athafna sig óháð veðri og vindum,“ segir Kristinn sem ræðir á vef HÍ um stöðu framkvæmda á Sögu en þangað flytur Menntavísindasvið skólans í haust.

TENGDAR FRÉTTIR

EINAR MÁR OG MÁR GUÐMUNDS SAMAN Á SPRINGSTEEN Í BERLÍN

Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Már Guðmundsson fyrrum seðlabankastjóri flugu til Berlína í gærmorgun til að fara á tónleika með Bruce Springsteen. Elsa Þorkelsdóttir,...

GLUGGI SETTUR Á STRÆTÓSKÝLI EN EKKERT SÆTI

"Flott uppfærsla á strætóskýli, mér hefur alltaf fundist vanta frekar glugga en sæti," segir Halldóra Jóhanna Hafsteins en ekki eru allir sammála. Skýlið hefur...

SIGURÐUR INGI STENDUR Í STÓRRÆÐUM

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins leiddi hryssunna Gleði frá Syðra-Langholti  undir stóðhestinn Hreyfil frá Vorsabæ í morgun: "Ætternið ætti að gefa góðar vonir um reiðhest með...

LOFTLEIÐATASKAN SELDIST UPP Á AKUREYRI

"Margir hafa spurt mig um Loftleiðatöskuna sem Egill var með í viðtalinu við mig í Kiljunni. Þetta er endurgerð á Loftleiðatösku sem var mjög...

GUÐRÚN PRÍSAR SIG SÆLA

"Hamingjusöm eftir Prísferð dagsins!" segir Guðrún nokkur Jónsdóttir: "1.5 kíló af kjöti, 2 kíló grísk jógúrt, heilt baguette, 500 ml rjómi, sósa, kók, íslensk gúrka...

HÖFUNDUR SJAKALANS LÁTINN

Enski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Frederick Forsyth lést í gær 86 ára að aldri. Einn drýgsti metsöluhöfundur heims með bækurnar The Day of the Jackal,...

BJÖRN INGI EDRÚ Í 6 ÁR

"Svo vill til að í dag eru sex ár frá því ég bragðaði síðast áfengi. Þannig mjakast þetta, en risaskrefin felast í betri heilsu...

FALLEG AFMÆLISKVEÐJA TIL ANDRÉSAR

"Til hamingju með afmælið elsku vinur og samstarfsfélagi," segir Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður í afmæliskveðju til Andrésar Jónssonar almannatengils sem er 48 ára í dag: - "Þú...

ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA…

"Þetta er allt að koma," segir Róbert Guðfinnsson athafnaskáld á Siglufirði um golfvöllinn í heimabæ sínum. Sjá tengda frétt.

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI ALLTAF I VINNUNNI

Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra fellur ekki verk úr hendi þó í sólarfríi sé. Hér ræðir hún málin við kappklædda mótorhjólalöggu sem varð á vegi...

„HELVÍTI ER HLÍÐIN SMART, ÉG FER EKKI RASSGAT“

Alfreð Andrésson (1908-1955), leikari. Hann var vinsæll á stríðsárunum og þótti einn besti leikari Íslendinga. Sumir töluðu jafnvel um að Alfreð hefði orðið heimsfrægur,...

ANDRÉS SPÁIR DAUÐA ÍSLENSKA SJÓNVARPSINS

Andrés Magnússon ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu reifar framtíð sjónvarps í pistli í blaði sínu í dag. Bendir hann réttilega á að línulega dagskrá sé að...

Sagt er...

"Þetta er ekki í lagi, ég kemst ekki heim," segir Anna Kjartansdóttir stödd í Mörkinni við Skeifuna. Anna á rauða bílinn á myndinni.

Lag dagsins

Brian Wilson (1942-2025). https://www.youtube.com/watch?v=kVUu7rC7xec