HomeGreinarGRILLIÐ Á SÖGU ENDURGERT Í UPPHAFLEGRI MYND

GRILLIÐ Á SÖGU ENDURGERT Í UPPHAFLEGRI MYND

Háskóli Íslands tilkynnir:

Grillið á Sögu var lengi rómað fyrir gæði í mat og mikinn lúxus með útsýni yfir sundin blá og borgina alla og þar hafa sest að snæðingi nokkrar af skærustu stjörnum listasögunnar sem áttu náttstað á hótelinu. Þar gerist líka ein vinsælasta sena íslenskrar bókmennta- og kvikmyndasögu þar sem sögupersónur Einars Más Guðmundssonar úr skáldverkinu Englar alheimsins mæta og gera sér glaðan dag.

©Kristinn Ingvarsson

Grillið er nú partur af Háskóla Íslands eins og flest vita og mörg sem eiga leið um Vesturbæinn og Melana hafa rekið augun í mikið hús í undarlegum stíl sem liggur eins og mara ofan á Sögu og hefur eiginlega étið Grillið með gleri og stáli. Það hafa jafnvel borist fyrirspurnir til HÍ um hvort þetta nýja furðurhús eigi varanlegan samastað á þaki Sögu.

„Nei, alls ekki,“ segir Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs við Háskóla Íslands. „Það er verið er að endurbyggja Grillið í upphaflegri mynd. Til þess að hægt væri að vinna að þessu í vetur var nauðsynlegt að byggja skýli yfir Grillið svo hægt væri að athafna sig óháð veðri og vindum,“ segir Kristinn sem ræðir á vef HÍ um stöðu framkvæmda á Sögu en þangað flytur Menntavísindasvið skólans í haust.

TENGDAR FRÉTTIR

LENGSTA RÚTUFERÐ Í HEIMI – LONDON KALKÚTTA

Á árunum 1957 til 1976 voru reglulegar rútuferðir frá Londin til Kalkútta á Indlandi. 32 þúsund kílómetra leið sem tók 50 daga fram og...

FALLEGAR FLUGFREYJUR

"Sú efsta í stiganum heitir Susann," segir Sigurgeir Orri Sigurgeirsson athafnamaður og bætir við: "Flugfreyjurnar hjá Loftleiðum voru undantekningalaust íðilfagrar. Þekkið þið hinar?"

BYGGINGALÓÐIR VIÐ HÖFNINA BOÐNAR ÚT Á NÝ

Byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hefur verið boðinn út og er tilboðsfrestur til 5. júlí...

SKIPSTJÓRINN Á HÓLMABORG VANN PONTIAC Í Í HAPPDRÆTTI DAS 1955

Jens Peder Jensen, skipstjóri á Hólmaborg frá Eskifirði, vann þessa glæsilegu Pontiac bifreið í happdrætti DAS í apríl 1955. Stórmál fyrir hvern sem unnið hefði...

AUSTURSTRÆTI GÖNGUGATA Í SUMAR

Austurstræti verður göngugata í sumar og Pósthússtræti verður vistgata. Breytingin tekur gildi í kringum næstu mánaðamót, eða þegar nýjar merkingar verða komnar upp, og...

RIGNINGIN ROKKAR

"Hvað rigningin leggst vel í mig, þegar hún fær frið til að falla án þess að vera lamin áfram af stormi, og þessi fílingur...

FERÐAFÉLAG BARNANNA SLÆR Í GEGN

Einn allra skemmtilegasti anginn á sterkum meiði Ferðafélags Íslands er Ferðafélag barnanna. Síðustu árin hefur þessi litli félagsskapur stækkað, eflst og þroskast með mjög...

VERÐMESTI SEÐILLINN VIÐ LÝÐVELDISSTOFNUN

"Verðmesti seðillinn sem var í umferð 1944 var 500 króna seðill (sjá hér að ofan) og var hann fyrst gefinn út það ár. Hann...

MEÐ LAUSA SKRÚFU Í JÖKULFJÖRÐUM

„Ég lenti einu sinni í því að ganga með lausa skrúfu í sjö daga ferð um Jökulfirði og Snæfjallaströnd. Ég hafði ökklabrotnað nokkrum árum...

ÞRIGGJA DAGA BÚLLUVEISLA Í KÖBEN

Hamborgarbúlla Tómasar fagnar 10 ára starfsafmæli í Kaupmannahöfn nú um helgina og slær saman við þjóðhátíðardag Íslendinga á morgun með Íslendingapartýi í Tívolí þar...

BÍLASTÆÐASJÓÐUR Í STÓRSÓKN Í MIÐBÆNUM – FÆRIR ÚT VÍGLÍNUR

Breytingar verða gerðar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík innan tíðar. Einkum er um að ræða stækkun á gjaldsvæði 2 en talningar frá því árslok...

RISASKEIFA Í HÚSDÝRAGARÐINUM

Nýtt listaverk var afhjúpað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en höfundur listaverksins er fyrrum starfsmaður garðsins, Ísleifur Pádraig Friðriksson. Ísleifur hefur sannarlega ekki setið...

Sagt er...

Svona voru þríhjólin fyrir börn 1936, stífbónuð, fallega máluð og með brettum eins og bílar. Nú er öldin önnur og þríhjól ekki svipur hjá...

Lag dagsins

Fæðingardagur Jean-Paul Sartre (1905-1980) franska heimspekingsins og föður existensialismans þar sem fylgjendur höfðu eftir honum að "...helvíti væri annað fólk". Hann var heiðraður með...