HomeGreinarJÓHANN OG MARGRÉT Í FANGELSI UNDAN STRÖND MAURITIUS

JÓHANN OG MARGRÉT Í FANGELSI UNDAN STRÖND MAURITIUS

„Við erum stödd í 4 stjörnu fangelsi undir strönd Maurasitius 25. febrúar 2024. Við erum föst um borð í skipinu!,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson athafnamaður sem er í heimssiglingu ásamt Margréti Ormsdóttur eiginkonu sinni:

„Það kom upp rassakvef og við fáum ekki að taka land! Við áttum að vera í Réunion í gær en þeir neituðu að taka við okkur. Þess í stað áttum við að taka land á Mauritius í gærkveldi kl 19 en höfum ekki enn fengið landvistarleyfi. Í gærkveldi kom tilkynning um að heilbrigðisyfirvöld Mauritius væru komin um borð og þau óskuðu eftir að fá að ræða við farþega. Þeir óttast Kólerusýkingu! Það tekur allt að 24-48 klst að fá það staðfest. Um borð eru 2400 farþegar og rúmlega þúsund starfsmenn. Skipstjórinn var að tilkynna okkur að við fáum ekki að taka land fyrr en á þriðjudaginn! Eftir tvo daga og það er mikill pirringur um borð. Flestir pökkuðu í gærkveldi og létu töskurnar út fyrir dyrnar sínar þar sem þær voru settar niður í lest. Þetta ástand hefur gríðarlega keðjuverkun þar sem 2-3000 manns á leið úr skipinu eiga bókuð flug eða hótel og sami fjöldi eru núna að bíða á bryggjunni eftir að komast um borð. Eins er öll ferðaáætlun skipsins í uppnámi og sem þar með hefur áhrif á komandi farþega sem flestir hafa pantað ferð frá fyrirfram ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Nú þegar er farið að bera á skorti á ýmsum matvælum eins til dæmis eggjum og morgunkorni. Við Magga ákváðum að láta þetta ekki eyðileggja fyrir okkur daginn, sóttum handklæði og lögðumst í sólbað. Viti menn á sama augnabliki varð skýfall og við urðum frá að hverfa.“

TENGDAR FRÉTTIR

ORÐIN TÓM Í EYMUNDSSON

Þessi tilvitnun úr skáldverki Jóns Kalman hefur prýtt hú Eymundson á Skólavörðustíg. Vel við hæfi því lengi var þar rekið vinsælt kaffihús innan um...

GANGSTÉTTIR Á LAUGAVEGI EINS OG JARÐSKJÁLFTASVÆÐI

Forvitnir ferðamenn spyrja hvort jarðskjálftar á Reykjanesi hafi orsakað þessar skemdir á Laugavegi. Svarið er græna byltingin í miðbænum. Borgaryfivöld plötuðu öspum í gangstéttirnar...

AMERICANO VÍKUR FYRIR KANADÍSKUM Á KAFFIHÚSUM

Í óróa heimsins hefur kaffihúsaeigandi í Reykjavík strikað yfir Americano og sett Kanadískur í staðinn. Americano er heimsþekktur kaffiréttur á pari við Kaffi latte...

TOLLI ELSKAR TENE

"Var að spjalla við vin minn nýverið um veðurfarið á Tenerife sem við báðir höfum heimsótt en þessi vinur minn er seglbrettagaur og elskar...

MARTA SMARTA KENNIR Í HÁSKÓLANUM

Fjölmiðladrottningin Marta María Jónsdóttir, Marta Smarta í Smartlandi Moggans, er farin að kenna námskeið við fjölmiðladeild Háskóla Íslands. Hún er sögð koma inn í tímana...

EYMUNDSSON LOKAR KAFFIHÚSI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Eymundsson á Skólavörðustíg lokar kaffihúsinu í búðinni. Verið að endurnýja verslunin sem opnar aftur í vikunni eftir breytingar - en ekkert kaffihús.

ÉG HEF EKKERT AÐ SEGJA…

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og kornkynbótamaður á eftirlaunum er besta skáldið á samfélagsmiðlum samtímans: - ég hef ekkert að segja - undarlegasta en um leið gleðilegasta setning tungumálsins - því að ef einhver...

LANGAFI MEÐ ÖNGUL Í RASSI

Langafi í miðbænum, sem alinn er upp við bryggjusporða Reykjavíkurhafnar, bauð barnabarnabörnum sínum að fara að veiða við höfnina enda vanur að dorga þar...

JAPÖNSK JARÐARBERJASPRENGJA Í HÖRPU

Ken nota og Suskei Nagamura kynntu jarðarberjaframleislu sýna á matarhátíð í Hörpunni um helgina. Þetta eru engin venjuleg jarðarbær því þetta eru japönsk jarðarber...

ARION AUGLÝSIR

Myndskeyti frá Arionbanka: - Í gær, 8. mars, er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna úti um heim allan. Þetta er tækifæri til að fagna þeim...

ÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

„Það lítur út fyrir að þú sért með krabbamein“, sagði læknirinn þegar ég vaknaði eftir sýnatöku á Landspítalanum eftir ristilspeglun fyrir 8 mánuðum síðan,"...

LUCKY CHARMS ÆÐI Í KRÓNUNNI

Lucky Charms æði rann á Krónuna í síðustu viku þegar best staðsettu vöruhillurnar voru fylltar með Lucky Charms morgunkorninu. Daginn eftir var helmingurinn seldur. Lucky...

Sagt er...

Goðsögnin Marilyn Monroe með Gladys móður sinni og Berenice hálfsystur á ströndinni í Santa Monica 1946. https://www.youtube.com/watch?v=dLzeHkEQe9g

Lag dagsins

Tónlistarsnillingurinn Kári Egilsson er afmælisbarn dagsins (23). Með einstæðum hæfileikum hefur hann skapað sér rúm í íslenskum tónlistarheimi og fest sig þar í sessi...