„Fór að sjá „Lúnu“ í gærkveldi,“ segir Jón Viðar leiklistargagnrýnandi þjóðarinnar no. 1 og svo kemur það:
„Ég ætla ekki að skrifa hér neins konar leikdóm, nema hvað að ég naut sýningarinnar þrátt fyrir óvenjulega lengd án hlés og sýndist flestir aðrir gera slíkt hið sama, þótt salurinn væri raunar framan af áberandi varkár í viðbrögðum. Verð þó að segja að Heiðar snyrtir er enn ein rósin í hnappagat Hilmis Snæs sem skilar meistaralega fágaðri og yfirvegaðri túlkun sem allir leikhúsvinir verða að sjá. Og útlitið er gott: áhorfendur streyma á sýninguna sem eins og við munum fékk alveg ókeypis auglýsingu úr óvæntri átt (eða ekki óvæntri) og nýtur þess nú.“