Gísli Marteinn, skemmtistjóri Ríkissjónvarpsins á föstudagskvöldum, hefur lengi legið undir ámæli og verið skammaður fyrir að leita ekki langt að gestum í þætti sína – helst ekki lengra en út á næsta kaffihús.
En nú hefur hann tekið sér tak, hlítir ráðlegginum og glansaði í gærkvöldi með frábæra gesti úr ýmsum áttum, flott tónlistartriði og Berglind Festival er sífellt að ná betri tökum á absurd viðtölum sínum og glansar líka. Flott Festival.