HomeGreinarVILHJÁLMUR OG EGILL Í RIMMU UM MANNÚÐ

VILHJÁLMUR OG EGILL Í RIMMU UM MANNÚÐ

„Skattborgarar hafa aldrei verið spurðir um afstöðu sína til mannúðar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og fyrrum alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag og heldur áfram:

„Það hefur ekki hvarflað að nokkrum ráðamanni að áætla kostnað af mannúð. Fólk með mannúð segir að hælisleitendur fari strax að vinna. Kann að vera! En þá fylgir fjölskyldusameiningin.Hætt er við að einum ungum hælisleitanda í fylgi nokkrir fullorðnir, jafnvel aldraðir.”

Egill Helgason fjölmiðlamaður rís þá upp með andmæli:

„Einn stærsti blettur á samvisku þessarar þjóðar er að hafa ekki tekið á móti fleiri gyðingum á árunum fyrir stríð. Sumir stjórnmálamenn stóðu reyndar í því að hrekja burt þá sem hingað komust. Við hefðum getað tekið á móti miklu fleiri – bjargað fleiri mannslífum. Þetta var í miðri kreppunni. Veldur ennþá vanlíðan. Nú er ríkidæmi okkar margfalt miðað við það sem þá var – og miðað við flestar aðrar þjóðir.“

TENGDAR FRÉTTIR

Sagt er...

Þessi unga stúlka var kjörin Miss America 1924 eftir að hafa orðið Miss Fíladelfia skömmu áður. Ekki er vitað um afdrif hennar.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari fræga fólksins um árabil, er fimmtugur í dag. Svavar Örn er skemmtilegur rakari sem kann sitt fag og hann fær óskalagið...