HomeGreinarMEÐ OPIN AUGU - TVÆR BLINDAR KONUR Í 20 ÁR

MEÐ OPIN AUGU – TVÆR BLINDAR KONUR Í 20 ÁR

Með opin augu heitir heimildarmynd um tvær blindar konur á 20 ára tímabili. Aðstandendur myndarinnar eru þau Ásta Sól Kristjánsdóttir, Elin Lilja Jónasdóttir og Ísak Jónsson. Safna þau nú fé á Karolina Fund upp í framleiðlukostnað – sjá hér.

Skyggnst er inn í hugarheim tveggja blindra kvenna, Ásrúnar Hauksdóttur og Brynju Arthúrsdóttur. Þeim er fylgt eftir við leik og störf, í gegnum sorg og sigra, en báðar eru þær mjög sjálfstæðar, yfirvegaðar, bjartsýnar og hafa húmor fyrir lífinu.

Í byrjun myndarinnar verður ekkert sem bendir sérstaklega til þess að konurnar tvær séu blindar, en áhorfendur uppgötva það smátt og smátt. Ýmis hljóð eru mögnuð upp og áhersla er á skynfæri.

Á meðan Ásrún nuddar á nuddstofu sinni og Brynja undirbýr matarboð, kynnast áhorfendur þeirra innri persónum, viðhorfum til lífsins, heyra sögur úr fortíðinni og vangaveltur um framtíðina. Ekki er um uppstillt viðtöl að ræða heldur er frekar hugsað um að mynda konurnar í eins náttúrulegum og óþvinguðum aðstæðum og mögulegt er, með léttu spjalli inn á milli.

TENGDAR FRÉTTIR

ARKITEKTINN SEM ÞORIR MEÐAN AÐRIR ÞEGJA – LIST & HÖNNUN

Trausti Valsson arkitekt hefur gefið út bokina LIST & HÖNNUN í tilefni af áttræðisafmæli sínu um áramótin. Í útgáfuhátíð í Þjóðabókhlöðunni var Logi Einarsson...

ÍSLENSKUNNI FÓRNAÐ Á ALTARI MAMMONS

"Íslenskunni stafar hætta af græðginni," segir Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri og samfélagsrýnir á degi Íslenskrar tungu - fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar: "Okkur liggur svo mikið á...

ÁSTARSAGA SKERJAFJARÐARSKÁLDSINS

"Í dag, 16. 11. 2025, eru liðin níu ár frá því að við Olga kynntumst," segir Kristján Hreinsson oft nefndur Skerjafjarðarskáldið: "Þetta byrjaði með einni...

BORGARSTJÓRI FELLIR OSLÓARTRÉ Í HEIÐMÖRK OG GEFUR ANNAÐ TIL FÆREYJA

Það var fallegt um að litast í Heiðmörk í hádeginu í dag þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri felldi Oslóartréð sem prýðir Austurvöll yfir hátíðarnar. Þótt...

JÓI FEL KOKKAR FYRIR KÆRUSTUNA HJÁ HINU OPINBERA

Stjörnubakarinn Jói fel hefur verið að kokka á Litla Hrauni sem kunnugt er af fréttum. Urgur er í nokkrum matreiðslumeisturum sem höfðu áhuga á...

EIGINKONU SNORRA MÁSSONAR MISBOÐIÐ

"Í morgun birtist flennistór mynd af tveggja ára gömlum syni mínum á Vísi.is undir fyrirsögninni: „Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu.“ segir Nadine Guðrún...

KÓNGURINN MEÐ GRÆNU FINGURNA Á AFMÆLI Í DAG

Karl Bretakonungur er 77 ára í dag. Ætla mætti að erfitt væri að finna afmælisgjöf fyrir mann sem metinn er á 2 milljarða punda...

UPPÁHALDSBÍÓMYNDIR PÁFANS Í RÓM

Hlollywoodstjörnur streyma til Rómar um helgina til fundar við Leó páfa í Vatikaninu. Tilefnið er hefðbundin hátíð Páfagarðs - World of Cinema á laugardaginn.-Meðal...

HUMARHALAR, FILET MIGNON OG KONÍAK Í LOFTLEIÐAFERÐ TIL NEW YORK NÆSTA VOR

Hafin er kynning á væntanlegri Loftleiðaferð til New York næsta vor á vegum Sögufélags Loftleiða í tilefni af að 80 ár eru liðin frá...

EITRAÐ FYRIR ELDRI BORGARA Á ELLIHEIMILI

"Ég hef undanfarin misseri setið nokkra daga í viku á Eirhömrum. Ég kann því vel, starfsfólkið hvert öðru betra, kaffið gott og margt forvitnilegt...

HELGI MAGNÚS VÆRI NÚ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI HEFÐI HANN EKKI AFÞAKKAÐ AÐ VERÐA VARARÍKISLÖGREGLUSTJÓRI

Brotthvarf Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra tekur á sig ýmsar myndir. Hér er ein: Þegar Helgi Magnús Gunnarsson var flæmdur úr embætti vararíkissaksóknara fyrir skemmstu reyndi nýr...

ÞÓRHALLUR STOFNAR MINNSTA FJÖLMIÐIL LANDSINS

Þórhallur Gunnarsson margreyndur stjórnandi ljósvakamiðla um áratugaskeið hefur stofnað minnsta fjölmiðil landsins sem hann nefnir Klaki Stúdíó en Klaki heitir heimiliskötturinn hans. Þórhallur tilkynnir...

Sagt er...

Tónlistarstjarnan Bríet fór til Nashville og kom heim kántrí. Hún er að leggja heiminn að fótum sér. https://www.youtube.com/watch?v=2EZhExWEBFc

Lag dagsins

https://www.youtube.com/watch?v=vbqGWTxwZEA