HomeGreinarÁSTARÓÐUR TIL KRISTÍNAR

ÁSTARÓÐUR TIL KRISTÍNAR

Afmæliskveðjur taka á sig ýmsar myndir á Facebook. Hér er afmæliskveðja dagsins sem skákar öðrum út á kant. Signý Scheving Þórarinsdóttir ljósmóðir til Kristínar Eysteinsdóttur fyrrum Borgarleikhússtjóra:

Elsku ást lífs míns er fimmtug í dag! Elsku besta Kristín mín, þú þarft að umbera hyper væmni mína í dag, sem ég veit að þú gerir. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Ég get varla lýst með orðum hversu stórkostlega mögnuð þú ert. Þú sýnir mér á hverjum degi hversu mikla ást þú hefur að gefa, með hlýju þinni, tæra hjarta og einlæga brosi. Ég kollféll fyrir þér og ást mín og hjarta vex og stækkar á hverjum degi. Við höfum upplifað mörg ævintýri undanfarið árið, en það sem ég elska mest er hversdagsleikinn með þér. Að vakna við hlið þér á morgnana og drekka morgunkaffið, horfa í fallegu augun þín og kyssa þig.

Verð líka að minnast hversu góð móðir þú ert; alltaf með opinn hlýjan faðminn fyrir elsku dýrmætu drengina þína. Það bræðir mig.
Þú ert langbest; mesti töffarinn; rokkstjarnan mín; my partner in crime; minn eini sanni Elvis.
Ég elska þig undur heitt. Hlakka til að njóta lífsins með þér í dag í sólinni og sýna þér hversu mikils virði þú ert mér. Til hamingju með daginn, fallega ástin mín.“
TENGDAR FRÉTTIR

Sagt er...

Þessi unga stúlka var kjörin Miss America 1924 eftir að hafa orðið Miss Fíladelfia skömmu áður. Ekki er vitað um afdrif hennar.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari fræga fólksins um árabil, er fimmtugur í dag. Svavar Örn er skemmtilegur rakari sem kann sitt fag og hann fær óskalagið...