„Bókin fjallar um stofnun Sigur Rósar, þann 4. janúar 1994, og hljómsveitinni er fylgt fram til þess tíma er Ágætis byrjun slær í gegn á heimsvísu í kringum 2000-1. Hún er unnin í sagnfræðilegum stíl, með tilvísunum og neðanmálsgreinum og góðri heimildaskrá. Fyrsta svona bókin um Sigur Rós í heiminum og vonandi sæmileg hjá mé,“ segir Svanur Már Snorrrason fjömiðlamaður og nú rithöfundur:
„Allt er tilbúið nema að samþykkja prenttilboð. Íslensk og ensk útgáfa af bókinni verður prentuð á sama tíma, og svo er í vinnslu að þýða bókina á japönsku – og í raun er sú vinna kominn vel af stað. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir, en það verður fljótlega. Mjög fljótlega. Bókin mun bera nafnið: …það besta sem guð hefur skapað… Von sem varð að Ágætis byrjun – Sagan af Sigur Rós. Gotti Bernhöft gerði kápuna, en hann gerði einmitt plötuumslagið af Ágætis byrjun. Ég fór í ritlist í haust – hætti í blaðamennskunni og áfangi í ritlist varð að heilli bók um bestu íslensku hljómsveit allra tíma og þótt víðar væri leitað. Huldar Breiðfjörð lektor í ritlist á þakkir skilið fyrir að hlúa svona vel að mér.“