Öskudagsmessa verður í Hallgrímsskirkju á morgun og hefst klukkan 10 fyrir hádegi. Er messan hluti af undirbúningi fyrir páskana.
Í Öskudagsmessunni verður altarisganga og fá þau sem fara í altaristgönguna að vera signd öskukrossi á enni sem er í samræmi við forna kristna hefð. Sr. Kristján Valur Ingólfsson sér um helgihaldið.