Nú berast fréttir þess efnis að Bolludagur á mánudegi sé að færast yfir á heila viku. En þannig var þetta alltaf þar til menn gleymdu því eða svo segir í Almanakinu:
–
Bolludagur er mánudagurinn í Föstuinngangi 7 vikum fyrir Páska en Föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir Lönguföstu sem hefst á miðvikudegi með Öskudegi.
Algengt var í Kaþólskum sið að fastað væri á kjöt dagana tvo fyrir Lönguföstu og var það boðið í Þjóðveldislögunum. Önnur merki um siði tengda þessum degi er ekki að finna fyrr en á 19. öld. Í Sturlungu og Biskupasögum er talað um „að fasta við hvítan mat“ (mjólkurmat) í Föstuinngang.
Líklegt er að menn hafi nýtt sér þessa daga fyrir langt föstutímabil til að gæða sér á ýmsu góðgæti ekki síst brauðmeti. Í Dönskum heimildum frá því um 1700 er talað um hveitibollur sem muldar eru og hrærðar með mjólk og smjöri og borðaðar í Föstuinngang. Bolluát og feitmetisát virðist á öðrum Norðurlöndum reyndar hafa verið meir bundið við þriðjudaginn næsta í föstu. En á Íslandi hafa menn bundið þennan sið við mánudaginn, sennilega til að trufla ekki hefðbundinn matarsið Sprengidagsins. Á síðustu áratugum hefur bolluátið einnig færst að stórum hluta yfir á sunnudaginn.