Daníel skósmiður á Grettisgötu 3 lokar skóvinnustofu sinni um næstu mánaðamót og þar með hverfur síðasti skósmiðurinn í miðbænum.
Upphaflega stofnaði Þráinn skósmiður þarna verkstæði fyrir rúmum 40 árum undir eigin nafni en Daníel tók yfir 2014 og hefur staðið vaktina síðan. Nú hverfur hann til starfa hjá stoðtækjafyrirtækinu Össsur en gervilimir þurfa líka skó – stundum sésmíðaða og það kann Daníel.
Skósmiðir eiga undir högg að sækja í breyttum heimi. Á síðasta ári útskrifaðist einn skósmiður úr Tækniskólanum og nú er þar enginn við nám. Í úthverfum höfuðborarinnar þrífast nokkrir skósmiðir og er þar helst að nefna skósmiðina í Austurveri við Háaleitisbraut sem njóta nálægðar við reyðtygjaverslunina Ástundun á sama stað og svo einyrkjana í litlu plássi við innganginn í Smáralind og annar á annarri hæð Kringlunnar.