Eitt frægasta vörumerki 20. aldarinnar; His Master’s Voice.
Hundurinn hét Nipper vegna þess að hann „nippaði“ alltaf aftan í fótleggi fólks sem átti leið hjá. Fæddur í Bristol 1884.
Eigandi hans var listmálari og málaði mynd af Nipper þar sem hann var að hlusta á grammafón í Liverpool þar sem þeir voru búsettir. Þetta var uppáhaldsiðja Nippers sem varð aldrei þreyttur á að horfa á plöturnar snúast með tilheyrandi hljóðum. Þetta var 1898 og myndin fór á sýningu ári síðar undir nafninu „Dog looking at and listening to a Phonograph.“
Málverkið endaði svo sem heimsfrægt vörumerki hljómplötuútgáfu.