Það er völlur á Steingrími St.Th. Sigurðssyni listmálara (1925-2000) á þessari mynd sem tekin var í aldingarðinum Eden í Hveragerði á meðan sá staður var og hét – og Steingrímur líka.
Steingrímur sýndi margoft í Eden, fullt af myndum sem seldust eins og heitar lummur. Enda Steingrímur lunkinn málari og ekki síður flinkur penni sem skrifaði fjörlegan stíl með stæl.
Steingrímur varð bráðkvaddur í Bolungarvík árið 2000 þar sem hann var á ferð á 75 aldursári.