1. febrúar 2025 mun kaffihúsið Plantan taka við og opna bistró veitingastað í Norræna húsinu. Plantan bistró mun bjóða upp á lítinn árstíðarbundin matseðil þar sem áhersla verður lögð á heilnæman og góðan mat, bakkelsi bakað á staðnum og gott kaffi. Allt á boðstólnum verður plöntumiðað og úrvalið mun rúlla aðeins þar sem sköpunargleði og breytileiki árstíða fær að njóta sín.
Til gamans má geta að uppbókað er í jólahlaðborð Plöntunnar í ár á Njálsgötunni. Matseðil er hægt að skoða á heimasíðunni plantankaffihus.is.