Franski „spörfuglinn“ Edith Piaf (1915-1963) hefði orðið 109 ára í dag. Eftir að hafa lagt Frakkland að fótum sé með einstæðum söng kom hún fram víða í Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkjunm þar sem hún heillaði áhorfendur á sama hátt og í heimalandinu með sterkri rödd og tilfinningaríkri sviðsframkomu. Hún var lítil og grönn en stækkaði um helming á sviði.