Til stendur að opna Stórvalsstofu í rúmgóðum kjallara í Húsi Máls og menningar á Laugavegi sem er að verða einnn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í miðbænum. Í Stórvalsstofu yrðu verk listamannsins Stórvals á veggjum á huggulegum bar í fallegu umhverfi.
„Þegar Kjarvalsstofa var onuð við Austurvöll datt mér í hug að opna Stórvalsstofu þarna á neðstu hæðinni hjá okkur,“ segir Svanur Kristbergsson sem fer fyrir eigendahópi í Máli og menningu en Svanur hefur sankað að sér fjölda verka eftir Stórval sem þarna verða til sýnis.
Kjarvalsstofa við Austurvöll hefur haslað sér völl sem einn vinsælasti samkomustaður yngri elítunnar og nú er að sjá hvernig Stórvalsstofa stendur sig í samkeppninni.