Sá sem síðastur yfirgaf kosningaskifstofu Pírata á Hverfisgötu gleymdi að slökkva ljósin og þau loga enn. Fatlaður maður sem átti þar leið hjá rak augun í miða á glugga þar sem rampar voru fáanlegir ef þurfa þætti, bara hringja. Hringdi hann í númerið – en enginn svaraði.