Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn Hrunsins.
Morgunblaðið birtir í dag mynd af Ingibjörgu handfjatla ævisögu Geirs og í framhaldinu áritaði Geir bókina. Ingibjörg var sem kunnugt er í hópi stjómálamanna sem krafa var gerð um að dregin yrðu fyrir Landsrétt eftir hrun en ingibjörg slapp og Geir lenti þar einn.
Þegar sýknudómur hafði verið kveðinn upp yfir Geir sagði Ingibjörg Sólrún að enn einu sinni hefði fengist staðfesting á því hversu rangt það hefði verið, pólitískt, siðferðislega og réttarfarslega, að kalla saman Landsdóm til að rétta yfir Geir H. Haarde. Hún sagði það ekki gott að verða fyrir slíkri rangsleitni en að það sé enn verra, eins og hún segir marga þingmenn hafa gert, að taka vísvitandi þátt í henni.