HomeGreinarSKÓLAHLJÓMSVEIT AUSTURBÆJAR FYLLTI HÖRPUNA

SKÓLAHLJÓMSVEIT AUSTURBÆJAR FYLLTI HÖRPUNA

Skólahljómsveit Austurbæjar hélt upp á 70 ára afmæli með afmælistónleikum í Norðurljósasal Hörpu um helgina. Tónleikarnir slógu í gegn hjá viðstöddum en húsfyllir var á tónleikana.

Á tónleikunum komu 140 börn fram á aldrinum 9 – 18 ára en sérstakur gestur á tónleikunum var Vigdís Hafliðadóttir söngkona og skemmtikraftur sem tók það fram að það væri mikil gjöf að fá að læra á hljóðfæri. Saman fluttu hljómsveitin og Vigdís tvö af lögum hljómsveitarinnar Flott.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, afhenti hljómsveitinni blóm í tilefni dagsins og hvatti börnin til að halda áfram að læra á hljóðfæri og æfa sig heima, því þau væru ekki aðeins að æfa sig fyrir sig sjálf heldu alla í sveitinni. „Þátttaka í skólahljómsveit er eins og þátttaka í samfélaginu. Það þarf að kunna taktinn, finna eigin rödd og hlusta á aðra. Þannig verður til samhljómur,“ sagði Helgi.

Skólahljómsveit Austurbæjar er ein fjögurra skólahljómsveita Reykjavíkurborgar. Hún var stofnuð árið 1954 og hefur starfað óslitið síðan. Hljómsveitin þjónustar grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðarhverfi. Heimastöð hljómsveitarinnar er í Laugalækjarskóla. Í henni eru ríflega 140 nemendur í þremur sveitum, A, B og C og er skipað í þær eftir aldri og getu.

Stjórnandi hljómsveitarinnar er Snorri Heimisson.

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

UMMERKI EFTIR MANNINN EN MANNVERAN HVERGI SJÁANLEG

Þann 17. janúar opnar samsýningin "VEÐRUN" á verkum félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara - í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands...

TÍU LITLIR BANKASTRÁKAR Í KOLAPORTINU – 12.000 KRÓNUR

Þessi bók eftir Óttar Norðfjörð er uppseld fyrir löngu en eitt eintak er til í Kolaportinu og kostar 12.000 krónur.

VINNA MEÐ LITLUM FYRIRVARA

Þessi auglýsing birtist á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni Vinna á Selfossi með stuttum fyrirvara: Hæhæ. Ég er 45 ára karl frá Úkraínu sem nú bý einn...

BLINDRAFÉLAGIÐ MEÐ HUNDADAGATAL 2025

Blindradélagið hefur gefið út leiðsöguhundadagatalið 2025. Dagatalið fæst í ölum helstu verslunum Bónus og Nettó víðsvegar um landið og kostar 2.600 krónur. - Með styrkjum og...

JAPANSKUR PLOKKARI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Japanskur plokkari var í keppnisskapi að plokka á Skólavörðustíg. Hann var hingað kominn frá Egyptalandi þar sem hann plokkaði á götum Egypta. Næsti áfangi...

GRÆNLENSKI SNJÓHERINN STENDUR VÖRÐ

Á meðan Donald Trump sendi son sinn til Grænlands til skrafs og ráðagerða þar sem hann meðal annars hélt heimilislausum veislu stendur grænlenski snjóherinn...

BJARNI BJARGAÐI SÁÁ

"Það er með hreinum ólíkindum hvernig hatramir andstæðingar Bjarna Benediktsson hafa talað um manninn, sérstaklega núna þegar hann víkur af þingi og hættir sem...

SKEMMTILEGT Á SKAGASTRÖND

Það gerist ýmislegt á Skagaströnd eins og hérðsfréttablaðið Feykir greinir frá: "Þannig er málið að þar hefur snjóað eins og alls staðar á svæðinu en...

SIGURÐUR ELSKAR KULDAKASTIÐ

"Nú fer þessu "bjarta og fallega vetrarveðri" að ljúka! Árans!" segir Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur sem er mikill áhugamaður um veðurfar á landinu og...

METSÖLULISTA BÓKAÚTGEFENDA FURÐUVERK – PENNINN EYMUNDSSON EKKI TALINN MEÐ!

"Félag bókaútgefenda var að gefa út meintan metsölulista bóka fyrir árið 2024," segir súparstjarna íslenskra bókmennta, Þórarinn Eldjárn, og er ekki sáttur við: "Vert er...

GLERBROT Í SALSASÓSU

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Mild Chunky Salsa sósu frá Old Fashioned Cheese (OFC). Ástæða innköllunar:...

VERÐUR BJARNI BEN KLAPPAÐUR UPP – AFTUR?

Borist hefur póstur: - Sagt er að ekki sé allt sem sýnist varðandi brotthvarf Bjarna Ben úr íslenskri pólitík. Bjarni hefur tilkynnt að hann taki sér nú...

Sagt er...

Nathan & Olsen, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Döðlur saxaðar frá Til hamingju. Kvartanir hafa borist um vonda lykt/bragð af döðlunum....

Lag dagsins

Dorrit Moussaieff fyrrum forsetafrú er 75 ára í dag. Hún kom eins og ferskur andblær inn í íslenskt samfélag sem hafði aldrei upplifað annað...