„Yrði ekkert hissa þó færi að snjóa í Reykjavík áður en mánuðurinn er allur. Það hefur skeð einstaka sinnum áður í september, síðast 1969,“ segir Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur og áhugamaður um veðurfar.
Trausti Jónsson veðurfræðingur grípur snjóboltann á lofti og sendir til baka: „Þann 14. september 1979 var alhvítt á Veðurstofunni kl.7 að morgni þegar ég mætti þar til vinnu. Snjórinn var hins vegar horfinn kl.9 þegar hin formlega athugun fór fram. Nú fyrir örfáum árum varð hvítt að kalla stutta stund um miðjan dag í Reykjavík þegar dimmt él gekk yfir – ekki hitti það heldur á hinn formlega athugunartíma kl.9.“