„Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtti árlegan þingflokksdag sinn vel,“ segir í frétt á heimasíðu Sjáfstæðisflokksins þar sem fjallað er um strætóferðalag þigflokksins. Og svona var nú það:
„Dagurinn byrjaði í Valhöll þar sem þingflokkurinn fékk kynningu á góðum árangri sem náðst hefur í útlendingamálum þar sem umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á milli ára á sama tíma og brottflutningur hefur aukist.
Eftir kynninguna var förinni heitið í húsnæði Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. Þar fengu þingmenn meðal annars kynningu á stöðu skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og hvernig ný lögreglulög sem samþykkt voru við þinglok í sumar hjálpa lögreglunni til að takast á við þá uggvænlegu starfsemi. Sérsveit ríkislögreglustjóra hélt svo fyrir þingmennina kynningu á rafvarnarvopnum og öðrum vopnum og búnaði sem sérsveitin notar í störfum sínum.
Eftir Ríkislögreglustjóra héldu þingmennirnir í Múlakaffi þar sem þeir snæddu hádegisverð og tóku spjall við gesti.
Að lokum röltu þingmenn sem leið lá í Klínikina í Ármúla og kynntu sér uppbygginguna og ræddu mikilvægi einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
Þingflokkurinn nýtti sér almenningssamgöngur í góða veðrinu og ferðaðist með strætó á milli staða.“