Frægasta kynbomba bandarískrar sögu er afmælisbarn dagsins, Marilyn Monroe (1926-1962) hefði orðið 98 ára í dag. Öll bandaríska elítan, hvort sem var í menningu, stjórnmálum eða skemmtanaiðnaðinum, var á höttunum eftir henni og sjálfur forseti landsins gat ekki látið hana í friði. Svo dó hún langt fyrir aldur fram og forsetinn reyndar líka þó á annan hátt væri.